Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 53
sér frelsi og miðaldamenningu íslendinga eins og hún birtist í fornsögunum. Framtíð- arsinnarnir höfðu hins vegar borgar- menningu samtímans og gildismat millistéttarinnar að leiðarljósi. Þessi skoð- anaágreiningur varð ljósari í umræðum um endurreisn Alþingis um og eftir 1840. For- tíðarsinnar vildu ekki aðeins endurreisa Alþingi á Þingvöllum heldur einnig móta starf þess að ýmsu leyti eftir Alþingi hinu foma. Hinn hópurinn mælti með því, undir forystu Jóns Sigurðssonar, að Alþingi yrði valinn staður í Reykjavík. Jón og félagar hans litu til framtíðar og gerðu ráð fyrir að þingið myndi verða nútímaleg stofnun í þjóðfélagi sem hefði miðju sína í þéttbýli. Framtíðarsinnar höfðu sigur en eftir því sem þeir náðu valdi á sjálfstæðishreyfing- unni varð hugmynd þeirra um ísland að keppa við hugmyndir Dana. Sönnunargagnið: Hrafnkatla Það var við þessar aðstæður sem þjóðemis- hyggja birtist í mynd greiningar á þjóðar- gerseminni, íslendingasögum. Verkefni fræðimanna fólst nú í að lyfta sögunum úr því að vera verk óskrifandi sagnamanna upp í að vera heimsbókmenntir í fremstu röð. Hugmyndir Sigurðar Nordals um þetta koma mjög skýrt fram í frægri bók hans um Hrafnkötlu árið 1940: Því virðist það eðlilegast og jafnvel einsætt, að Hrafnkatla sé verk eins höfundar [auð- kennt af S.N.], sem ætlaði sér alls ekki að segja sanna sögu, heldur að semja skáldrit, — manns, sem í senn var gæddur ríku ímyndunarafli, mannþekkingu og skáld- legri djörfung og var lyft til flugs af ein- hverri voldugustu bókmenntahreifingu 20 [svo], sem sögur fara af. Sigurður segir að frásagnarlist Hrafnkels sögu „tækni sérstakrar skáldsagnagreinar, sem er enn fágætari en bóksagan eða smá- sagan“.21 Það voru ekki aðeins bókfestusinnar heldur einnig sagnfræðingar sem hlýddu kalli Sigurðar. Jón Jóhannesson, miðalda- sagnfræðingur og prófessor í sögu árið 1950, hafði verið nemandi hans og var ein- dreginn fylgismaður íslenska skólans. í inngangi sínum að útgáfu fomritafélagsins á Austfirðinga sögum árið 1950 fjallaði hann um Hrafnkels sögu, sem varð reyndar eftirlætissaga og sönnunargagn hinnar and- 22 sögulegu stefnu. Jón skrifaði: Um Hrafnkels sögu hefir meira verið ritað en nokkra aðra sögu af Austurlandi (...) Merkasta ritgerðin, sem birzt hefir um söguna, er Hrafnkatla eftir Sigurð Nordal. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að sagan sé skáldsaga, samin skömmu fyrir 1300 af vitrum manni og hámenntuðum. Áður höfðu allir verið þeirrar skoðunar, að sagan væri reist á arfsögunum (...) Niðurstaða Nordals er prýðilega rökstudd, og verður eigi betur séð en hún sé örugg og óhrekjan- leg í öllum meginatriðum. Ritgerð hans byltir því gersamlega hinni gömlu skoðun á sögunni, og eigi nóg með það. Hún markar einnig tímamót í sögu rannsókna og skilnings á íslenzkum fomsögum yfírleitt. (...) En ef hún reynist samt sem áður skáldsaga, samin af þeim, er fyrstur skráði hana, eins og Nordal hefir rökstutt, þá hlýtur að veikjast sú trú, að aðrar sögur, sem lengri eru og torveldara að muna, hafí nokkum tíma verið sagðar í heilu lagi, í þeirri mynd, sem þær hafa fengið á bókfell- inu. Hér á eftir verður mjög stuðzt við ritgerð Nordals (... )23 TMM 1993:1 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.