Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 55
kunni að virðast stærilæti, þar til ég neyðist til að leggja frá mér pennann."27 Enda þótt bændur og íhaldssamir fræðimenn hafi misst helsta málsvara sinn í hópi háskóla- manna þegar Finnur dró sig í hlé árið 1928, tóku þeir seint við nýju hugmyndunum frá Reykjavík. Halldór Laxness hendir góðlát- legt gaman að þessum ágreiningi í Atóm- stöðinni árið 1948 þar sem stúlkan Ugla segir: „Mér var kent að trúa aldrei orði sem stendur í blöðum, og aungvu nema því sem 28 stendur í íslendíngasögum." Bókfestumenn og þá Sigurður Nordal öðrum fremur voru á öndverðum meiði í pólitískum og menningarlegum skilningi bæði við vinstrisinna á borð við Laxness og við íhaldsmenn. Bókfestumenn höfðu svör á reiðum höndum fyrir bændur og aðra sem lásu íslendingasögur eins og sagn- fræðirit. Með tilvísun til Hrafnkels sögu og röksemda fyrir sannleiksgildi hennar skrif- aði Nordal: Eg er ekki sagnfræðingur, og það skiptir litlu máli fyrir landssöguna, hvort Hrafn- katla er nýtileg heimild eða ekki. Það var eins og Sigurður vildi vara andmæl- endur sína við þegar þeir gerðu sem mest úr munnlegri geymd og létu sem almúgamenn hefðu gerst höfundar sagna: Fyrir þá, sem vilja halda því ffam, að hún [þ.e.a.s. Hrafnkels saga] sé mynduð í munnmælum, er ekki nema um tvo kosti að velja: annaðhvort að gera sig starblinda á lisúna í sögunni, hina frábæru tækni og hinn djarfa og djúpsæja skilning efnisins, — eða að gerbreyta öllum þeim hugmynd- um, sem menn hafa um þjóðsagnir og hver takmörk þeim eru sett, um sálarlíf og sálar- 31 fræði alþýðu manna. Þessa afstöðu gátu bókfestumenn tekið af því að þeir heyrðu til borgarumhverfi og voru að fjarlægjast bændur. Margir höfunda íslenska skólans hlutu menntun sína í Kaupmannahöfn og komu þangað oft síðar. í þeirra augum báru sögurnar ekki aðeins vitni um ágæti þjóðarinnar heldur einnig um einstæða menningu. Ef hægt var að sýna að þeim var „lyft til flugs af einhverri voldugustu bókmenntahreifingu, sem sög- ur fara af“, mátti telja hina nýju borgar- menningu á Islandi annað og meira en auman eftirbát þeirrar dönsku. Þá mátti fremur segja að íslendingar hefðu náð háu menningarstigi mörgum öldum fyrr en Danir, sambærilegu við það sem þeir þekktu fyrst á 19. öld. í íslendingasögunum áttu íslendingar menningararf sem var sam- boðinn sjálfstæðri þjóð. Sjálfstaett fólk Þegar íslenskir menntamenn sóttu þjóðinni styrk til sagnahefðarinnar höfðu þeir ákveðna fyrirmynd að styðjast við: svipað hafði átt sér stað meðal ýmissa norðlægra þjóða á 19. öld. í Þýskalandi urðu, svo dæmi sé tekið, þjóðsögur og ævintýri, sem Grimmbræður höfðu safnað, að þjóðararfi sem nýttist á nýjum bókmenntavettvangi. Svipuðu hlutverki gegndi Kalevala í Finnlandi. í Noregi, sem losnaði undan sænsku konungdæmi árið 1905, styrktu þjóðsögur þjóðarímyndina og með kon- ungasögum Snorra og fleiri höfunda endur- heimtu þeir sögu sína. Nokkrir þættir skapa íslandi hins vegar sérstöðu innan þessa ramma. I fyrsta lagi fengu íslendingar ekki fullt sjálfstæði fyrr en á 20. öld. Eftir fyrri heimsstyrjöldina var TMM 1993:1 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.