Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 57
svo fer höfundur fljótlega að bera saman
íslendinga og Skandinava og endar svo
með hvatningarorðum til núverandi leið-
toga þjóðarinnar:
En um 1780-90 eru íslendingar orðnir öllu
betur læsir en þessar þjóðir.
Þessi mikla ffamför í lestrarkunnáttu er
því merkilegri, sem engir bamaskólar voru
til hér á landi. Hún er eingöngu verk prest-
anna og heimilanna. Þessi mentunarauki
íslendinga á síðari hluta 18. aldarinnar er
þrekvirki, sem varla á sinn líka, og sýnir
best hvemig þjóðin er. Islensk alþýða er
gáfuð og námfús, og ef þeir, sem eiga að
stjóma henni, eru starfi sínu vaxnir, er eng-
in hætta á að Islendingar muni ekki skipa
virðulegt sæti meðal mentaþjóða heims-
ins.34
í augum manna sem höfðu slíka
menntaþrá hlaut íslenski skólinn að vera
jákvætt framlag. Stefnan skapaði ekki þörf-
ina fyrir endursköpun þjóðarímyndarinnar
né þær þrár og vonir sem henni fylgdu, en
fylgismenn hennar nýttu sér þessar aðstæð-
ur. Bókfestumenn komu fram sem leiðtogar
og beisluðu krafta þessa tímabils í þágu
bókmenntatúlkunar sinnar. Staða þeirra
sem talsmanna hins nýja háskóla jók fræð-
um þeirra álit og allt stuðlaði þetta að
uppbyggingu hins nýja ríkis.
Og þessa álits var þörf, því íslenski skól-
inn kaus sér erfitt verkefni. Þeim var ekki
fengið það verkefni sem oft er sett í hendur
þjóða sem eru að myndast, því bókfestu-
menn þurfu ekki að sanna hverjir Islending-
ar væru sem þjóð. Að sjálfsögðu var
fulltrúum íslenska skólans mjög í mun að
draga fram að íslendingar væru sérstök
þjóð. Þetta kemur fram í blaðagrein sem
Sigurður birti 1926 og nefndi „Eðlisfar ís-
lendinga“.35 Hann styður þar hugmyndir
um að rannsaka verði „eðliseinkunn ís-
lendinga“. En þetta var ekki meginverkefni
íslenska skólans, þar sem íslendingar litu
þegar á sig sem þjóð. Verkefnið sem ís-
lenski skólinn setti sér var að gefa þjóðinni
aftur það sem hafði verið tekið frá henni.
Þetta þurfti að gera vegna þess að Skandin-
avar höfðu lengi gert tilkall til íslenskrar
menningararfleifðar. Danir, Svíar og Norð-
menn höfðu í meira en öld fellt fomíslenska
texta inn í eigin þjóðararf. I skólabókum
þeirra, sagnfræðiritum og bókmenntasögu
var fjallað um íslensk miðaldarit, þar með
taldar íslendingasögur, sem afurð sameig-
inlegrar skandinavískrar sagnahefðar og
sögu. íslensku fomritin vora í augum
Skandinava leifar af víkingamenningu sem
urðu ekki til á íslandi heldur vora aðeins
skrásettar þar og varðveittar af norskum
útflytjendum.
Það hve sveitamenningin lifði lengi á ís-
landi, það að umtalsverður hluti íbúanna
bjó í torfbæjum fram að seinni heimsstyrj-
öld, styrkti þessa viðteknu hugmynd. Hvað
var rökréttara en að munnleg sagnahefð
norrænna þjóða hefði varðveist meðal göf-
ugra bænda í vanþróaðasta og einangrað-
asta hluta Norðurlanda? Þessi rómantíska
sýn annarra Norðurlandabúa, sem sáu
,,sagaön“ fyrir sér sem lifandi fomminja-
safn frá miðöldum, féll illa að sjálfsmynd
reykvískra menntamanna. Og hér fór að-
greiningin milli bókmenntategunda að fá á
sig pólitískan blæ. íslendingar voru reiðu-
búnir að líta á konungasögur, sem fjölluðu
um Noreg og Danmörku, sem framlag
íslands til samnorrænnar sögu. Eddukvæði
og dróttkvæði, sem fjölluðu um goðsöguleg
efni og hetjur, máttu líka teljast sameigin-
legur arfur; en um íslendingasögur gegndi
TMM 1993:1
47