Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 57
svo fer höfundur fljótlega að bera saman íslendinga og Skandinava og endar svo með hvatningarorðum til núverandi leið- toga þjóðarinnar: En um 1780-90 eru íslendingar orðnir öllu betur læsir en þessar þjóðir. Þessi mikla ffamför í lestrarkunnáttu er því merkilegri, sem engir bamaskólar voru til hér á landi. Hún er eingöngu verk prest- anna og heimilanna. Þessi mentunarauki íslendinga á síðari hluta 18. aldarinnar er þrekvirki, sem varla á sinn líka, og sýnir best hvemig þjóðin er. Islensk alþýða er gáfuð og námfús, og ef þeir, sem eiga að stjóma henni, eru starfi sínu vaxnir, er eng- in hætta á að Islendingar muni ekki skipa virðulegt sæti meðal mentaþjóða heims- ins.34 í augum manna sem höfðu slíka menntaþrá hlaut íslenski skólinn að vera jákvætt framlag. Stefnan skapaði ekki þörf- ina fyrir endursköpun þjóðarímyndarinnar né þær þrár og vonir sem henni fylgdu, en fylgismenn hennar nýttu sér þessar aðstæð- ur. Bókfestumenn komu fram sem leiðtogar og beisluðu krafta þessa tímabils í þágu bókmenntatúlkunar sinnar. Staða þeirra sem talsmanna hins nýja háskóla jók fræð- um þeirra álit og allt stuðlaði þetta að uppbyggingu hins nýja ríkis. Og þessa álits var þörf, því íslenski skól- inn kaus sér erfitt verkefni. Þeim var ekki fengið það verkefni sem oft er sett í hendur þjóða sem eru að myndast, því bókfestu- menn þurfu ekki að sanna hverjir Islending- ar væru sem þjóð. Að sjálfsögðu var fulltrúum íslenska skólans mjög í mun að draga fram að íslendingar væru sérstök þjóð. Þetta kemur fram í blaðagrein sem Sigurður birti 1926 og nefndi „Eðlisfar ís- lendinga“.35 Hann styður þar hugmyndir um að rannsaka verði „eðliseinkunn ís- lendinga“. En þetta var ekki meginverkefni íslenska skólans, þar sem íslendingar litu þegar á sig sem þjóð. Verkefnið sem ís- lenski skólinn setti sér var að gefa þjóðinni aftur það sem hafði verið tekið frá henni. Þetta þurfti að gera vegna þess að Skandin- avar höfðu lengi gert tilkall til íslenskrar menningararfleifðar. Danir, Svíar og Norð- menn höfðu í meira en öld fellt fomíslenska texta inn í eigin þjóðararf. I skólabókum þeirra, sagnfræðiritum og bókmenntasögu var fjallað um íslensk miðaldarit, þar með taldar íslendingasögur, sem afurð sameig- inlegrar skandinavískrar sagnahefðar og sögu. íslensku fomritin vora í augum Skandinava leifar af víkingamenningu sem urðu ekki til á íslandi heldur vora aðeins skrásettar þar og varðveittar af norskum útflytjendum. Það hve sveitamenningin lifði lengi á ís- landi, það að umtalsverður hluti íbúanna bjó í torfbæjum fram að seinni heimsstyrj- öld, styrkti þessa viðteknu hugmynd. Hvað var rökréttara en að munnleg sagnahefð norrænna þjóða hefði varðveist meðal göf- ugra bænda í vanþróaðasta og einangrað- asta hluta Norðurlanda? Þessi rómantíska sýn annarra Norðurlandabúa, sem sáu ,,sagaön“ fyrir sér sem lifandi fomminja- safn frá miðöldum, féll illa að sjálfsmynd reykvískra menntamanna. Og hér fór að- greiningin milli bókmenntategunda að fá á sig pólitískan blæ. íslendingar voru reiðu- búnir að líta á konungasögur, sem fjölluðu um Noreg og Danmörku, sem framlag íslands til samnorrænnar sögu. Eddukvæði og dróttkvæði, sem fjölluðu um goðsöguleg efni og hetjur, máttu líka teljast sameigin- legur arfur; en um íslendingasögur gegndi TMM 1993:1 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.