Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 58
öðru máli eins og Sigurður Nordal skrifaði
árið 1931:
Þjóðlegar bókmentir íslendinga fyrir 1300
greinast í þrjá þáttu, ef frá eru talin lögin.
Eru tveir þeirra norræn arfleifð [Eddu-
kvæði og dróttkvæði], en einn [Islendinga-
sögur] af alíslenzkum toga spunninn.36
Að lokum
í grundvallaratriðum þróuðust Sigurður
Nordal og samstarfsmenn hans á líkan hátt
og menn sem hlotið hafa vestræna menntun
og koma frá þriðjaheimsríkjum sem nýlega
hafa hlotið sjálfstæði. Fræðimenn íslenska
skólans fengu evrópska menntun en héldu
fast við innlenda þjóðemishyggju sína.
Kannski án þess að gera sér það ljóst hófu
bókfestusinnar að samræma þjóðernisleg
markmið veruleika samtímans: fyrir vest-
rænt samfélag skiptir fortíð lítilla eða fjar-
lægra þjóða aðeins máli að því marki sem
hún snertir meginþróun Vesturlanda. Fom-
sögumar höfðu nýlega verið túlkaðar í ljósi
þekktra evrópskra bókmenntasöguhugtaka
og fengu nú sess meðal ritverka evrópskrar
hámenningar.
Að mörgu leyti felst framlag íslenska
skólans í að fella íslensk markmið að evr-
ópsku samhengi, jafnframt því sem áhrif
Dana og tilkall þeirra og annarra Skandi-
nava voru máð burt. Samtímis þessu vom
félagslegir og sagnfræðilegir þættir bók-
menntanna vanræktir og skýrir sú þróun
það hve áberandi aðgreiningin milli stað-
reynda og skáldskapar varð í rimm bók-
festusinna. Þar sem áhrif bókfestukenning-
arinnar eru að miklu leyti fyrir hendi enn,
hlýtur margt sem varðar fomsagnarann-
sóknir að kalla á endurskoðun á komandi
árum.
Aftanmálsgreinar
1. Karl Marx—Friedrich Engels: Werke, Institut fiir
Marxismus-Leninismus, vol. 27 (Berlin: Dietz
Verlag, 1963), bls. 71-72. Ég þakka prófessor
Christian Soe fyrir að benda mér á þessa heimild
og á ritgerð sína „Denmark and Deutschland" í
Nordeuropa 3/1 (1991).
2. Engels minnist einnig á Svía og Norðmenn.
„Svíinn fyrirlítur Dani því að þeir séu „þýsku-
skotnir", úrkynjaðir, masgefnir og veiklundaðir
— Norðmenn líta niður á Svía og aðalsmenn
þeirra sem séu Frakkasleikjur og hreykja sér af
því að í Noregi hafi sama heimskulega bænda-
efnahagskerfið verið við lýði allt frá dögum hins
góða Knúts [d. 1035] og fyrir það uppsker hann
enn ósvikna fyrirlitningu frá íslendingnum, sem
fyrir sitt leyti talar sama mál og hinir fitugu
víkingar (...).
3. Gunnar Karlsson: „Spjall um rómantík og þjóð-
emisstefnu," Tímarit Máls og menningar 46/4
(1985), bls. 452.
4. Grein þessi var upphaflega samin að tilhlutan
ritstjóra Yearbook of Comparative and General
Literature.
5. I báðum þessum hópum átti eftir að koma fram
sterk þjóðemisvakning.
6. Halldór Laxness: Paradísarheimt (Reykjavík:
Helgafell, 1960), bls. 7.
7. Islenzk lestrarbók (Reykjavík: Bókaverzlun Sig-
fúsar Eymundssonar, 1931), bls. IX.
8. Meðal bestu ritsmíða um íslenska þjóðernisstefnu
og baksvið hennareru þessar ritgerðireftir Gunn-
ar Karlsson: „Icelandic Nationalism and the In-
spiration of History" í The Roots ofNationalism:
Studies in Northem Europe, ed. Rosalind Mitchi-
son (Edinborg: John Donald Publishers, 1980),
bls. 77-89; „Spjall um rómantík og þjóðemis-
stefnu" í Tímariti Máls og menningar 4/46
(1985): 449-457; og „Folk og nation pá Island“
íScandia 1/53(1987): 130-145.Sjáeinnig Óskar
Halldórsson: „íslenski skólinn og Hrafnkels-
saga“ í Tímariti Máls og menningar 3/39 (1978):
317-324, þar sem kom snemma fram að íslenski
skólinn hefði öðmm þræði verið „menningarpól-
itík“; í grein Áma Sigurjónssonar, „Um hug-
myndafræði Sigurðar Nordal" í Tímariti Máls og
menningar 1/45 (1984): 49-63 er þessari rann-
sókn haldið áfram.
9. Dæmi um öfgakennda bókfestukenningu er að
48
TMM 1993:1