Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 61
Guðbergur Bergsson
Skáldsagnahöfundurinn og textinn
/
„Ottinn“ við textann
Enginn texti er til án höfundar. Algengast er
að hann sé hvorki eftir rithöfund né skáld-
sagnahöfund heldur annan, fræðimann eða
venjulegan mann sem hefur skrifað orð og
fellt þau í setningar á blaði. Hann kann að
hafa fært eitthvað í letur á sama hátt og
rithöfundur gerir, en líklega verður það ekki
talið til skáldskapar nema ritsmíðin sé af
þeirri sérstöku tegund sem hefur verið köll-
uð sagnagerð. Þótt enginn viti hvernig hún
kunni að vera þykjast flestir vita hvað sé
skáldsaga og hvað venjuleg skrif, þótt þeir
kunni kannski ekki að gera greinarmun á
slíku ef þess er óskað.
Þeim sem stunda ritlist og gefa út bækur
er hægt að skipta í tvo meginhópa. Annars
vegar er rithöfundurinn, hins vegar skáld-
sagnahöfundurinn. Sá fyrmefndi kann að
hafa fært ópersónuleg ummæli í orð og
laust mál, skráða heimild eða sögu í bókar-
formi, en sagan er ekki skáldsaga í orðsins
fyllstu merkingu, vegna þess að hvorki efn-
ið né söguþráðurinn hefur verið samið af
höfundinum sjálfum.
Um þessa tegund af ritmennsku ætla ég
ekki aðallegaað fjalla. „Óttinn við textann"
hjá rithöfundi er venjulega einfaldur. Hann
kann að hafa áhyggjur af því að setningar
og orð séu ekki ,,rétt“ í textanum hvað
varðar stað, stafsetningu, setningafræði eða
kommusetningu, en öðru fremur er hann
hræddur við að efnið falli ekki öðrum í geð,
það finni ekki strax náð hjá útgefanda eða
gagnrýnendum og verði kannski óvinsælt
hjá hinum breiða lesendahópi og færi hon-
um þar af leiðandi ekki nægilegt fé sem
verði fjölskyldu hans til framdráttar eða
auki frægð og orðstír hans sjálfs.
Ég ætla að leyfa mér að gera greinarmun
á rithöfundi og skáldsagnahöfundi og ræða
um algengustu ,,óttatilfinningu“ hins síðar-
nefnda. Texti þannig höfundar er óhjá-
kvæmilega að mestu leyti eins konar tvífari
hans í orðum, tungl sem þiggur birtu frá
tilverusólinni í alheimi hans, eða textinn er
einn af margförunum í eðli hans sem hann
hefur hrint frá sér með óvægni inn í skáld-
skapinn. Hann gerir það af ýmsum ólíkum
ástæðum, ef ekki með öllu óskiljanlegum
þá lítt skiljanlegum, en hægt er að túlka þær
og skilgreina endalaust.
Það að geta heillað huga annarra til að
túlka, leggja merkingu í og skilgreina,
skiptir líf skáldverks meira máli en að vita
hvað rak höfundinn til að hrinda því frá sér.
Flestir menn sem hafa fengið veður af
skáldskap og heyrt eitthvað af goðsögunum
um hann hafa hlustað á, lesið viðtal eða
TMM 1993:1
51