Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 61

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 61
Guðbergur Bergsson Skáldsagnahöfundurinn og textinn / „Ottinn“ við textann Enginn texti er til án höfundar. Algengast er að hann sé hvorki eftir rithöfund né skáld- sagnahöfund heldur annan, fræðimann eða venjulegan mann sem hefur skrifað orð og fellt þau í setningar á blaði. Hann kann að hafa fært eitthvað í letur á sama hátt og rithöfundur gerir, en líklega verður það ekki talið til skáldskapar nema ritsmíðin sé af þeirri sérstöku tegund sem hefur verið köll- uð sagnagerð. Þótt enginn viti hvernig hún kunni að vera þykjast flestir vita hvað sé skáldsaga og hvað venjuleg skrif, þótt þeir kunni kannski ekki að gera greinarmun á slíku ef þess er óskað. Þeim sem stunda ritlist og gefa út bækur er hægt að skipta í tvo meginhópa. Annars vegar er rithöfundurinn, hins vegar skáld- sagnahöfundurinn. Sá fyrmefndi kann að hafa fært ópersónuleg ummæli í orð og laust mál, skráða heimild eða sögu í bókar- formi, en sagan er ekki skáldsaga í orðsins fyllstu merkingu, vegna þess að hvorki efn- ið né söguþráðurinn hefur verið samið af höfundinum sjálfum. Um þessa tegund af ritmennsku ætla ég ekki aðallegaað fjalla. „Óttinn við textann" hjá rithöfundi er venjulega einfaldur. Hann kann að hafa áhyggjur af því að setningar og orð séu ekki ,,rétt“ í textanum hvað varðar stað, stafsetningu, setningafræði eða kommusetningu, en öðru fremur er hann hræddur við að efnið falli ekki öðrum í geð, það finni ekki strax náð hjá útgefanda eða gagnrýnendum og verði kannski óvinsælt hjá hinum breiða lesendahópi og færi hon- um þar af leiðandi ekki nægilegt fé sem verði fjölskyldu hans til framdráttar eða auki frægð og orðstír hans sjálfs. Ég ætla að leyfa mér að gera greinarmun á rithöfundi og skáldsagnahöfundi og ræða um algengustu ,,óttatilfinningu“ hins síðar- nefnda. Texti þannig höfundar er óhjá- kvæmilega að mestu leyti eins konar tvífari hans í orðum, tungl sem þiggur birtu frá tilverusólinni í alheimi hans, eða textinn er einn af margförunum í eðli hans sem hann hefur hrint frá sér með óvægni inn í skáld- skapinn. Hann gerir það af ýmsum ólíkum ástæðum, ef ekki með öllu óskiljanlegum þá lítt skiljanlegum, en hægt er að túlka þær og skilgreina endalaust. Það að geta heillað huga annarra til að túlka, leggja merkingu í og skilgreina, skiptir líf skáldverks meira máli en að vita hvað rak höfundinn til að hrinda því frá sér. Flestir menn sem hafa fengið veður af skáldskap og heyrt eitthvað af goðsögunum um hann hafa hlustað á, lesið viðtal eða TMM 1993:1 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.