Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 62
heyrt skáld segja sem hefur skrifað það mikið að hann telst vera rithöfundur, að hann kvíði engu meira en því að þurfa að standa við púlt eða setjast við borð og horf- ast í augu við þá uggvænlegu sýn sem sak- leysislega, hvíta og meyjarlega auða blaðið vekur. En innblásturinn rekur hann auðvit- að til að fylla það með efni sem er frá honum komið og hann telur vera fullgildan skáldskap. Þannig ummæli gætu verið venjuleg rithöfundartilgerð, en við skulum láta sem þau séu sprottin af heilum hug. Tregðan, óttinn eða efmn stafa þá væntan- lega ekki af skorti á andagift eða söguefni heldur öðru, enda hefur hann afmeyjað auða blaðið með penna sínum það vandlega að hann getur kórónað orðaleppana með því að kalla skáldsöguna „andlegt afkvæmi sitt“. Setjum sem svo að nefnd orð séu ekki skrök andlauss manns sögð í þeim tilgangi að hljóta samúð vegna kvíðans eða fá hrós fyrir að hann sigraðist á honum, að öðrum kosti lægi snilldarverkið ekki fyrir augum væntanlegra lesenda í búðargluggum að baráttu lokinni eftir sigur viljans. Að þessu slepptu er til annar vandi sem hægt væri að kalla ótta við textann og á ekkert skylt við auða blaðsíðu, heldur er hann margvíslegur og sprottinn af ýmsum og ólíkum ástæðum eftir því á hvaða ald- ursskeiði höfundurinn er og hvort eftir hann liggja fáar eða margar bækur. Þessa tilfinn- ingu er ekki aðeins að frnna hjá skáldinu sjálfu, heldur líka lesendum hans, og jafn- vel mönnum sem lesa aldrei sögur eða skáldskap heldur heyra utan að sér efni og innihald hans. Einnig er jafnan til viss teg- und af ótta við textann sem leynist misjafn- lega mikill í umhverfi skáldsins, hann getur búið innra með ættmönnum hans, nagað íbúana í fæðingarbænum, kvalið stétt hans eða er óljóst fyrir hendi jafnvel hjá allri þjóðinni þegar verst lætur og vitleysan þar er hvað mest. Ottinn við textann er því hvorki einn né alltaf sá sami. Hvað höfundinn sjálfan áhrærir er óttinn til að mynda nokkuð ann- ars eðlis á meðan hann er ungur og óreynd- ur en eftir að hann er kominn á miðjan aldur og skrifar verk sín væntanlega í fullu and- legu fjöri. Hverju æviskeiði skáldsins fylgir sérstakur ,,ótti“. Síðasta tegundin af honum gerir vart við sig á efri árum, þegar höfund- urinn verður hræddur við að texti hans sé orðinn rýr af of mikilli notkun eða rit- mennsku eða hann sjálfur hafi orðið innan- tómur eðlis síns vegna og hangi varla í því við ritmennsku sína að jafnast á við það þegar andinn var fífldjarfur en fákunnandi í byrjun. Þegar hilhngar sækja á hugann fremur en hugmyndimar um efnið sem þær spretta af, þá vildi höfundurinn feginn held- ur vera fákunnandi og ferskur en kunnáttu- maður og kannski trénaður. Að minnsta kosti var auðfundið í sáhnni að áður var meiri andi yfir honum, bæði í vöku og svefni. Núna er sá fjörfiskur horfinn af sviði hins létta svefns. Áður var flug í draumun- um og þörf í huganum fyrir að vakna til þess að njóta fiskanna annaðhvort í unaðslegri næturvöku eða við leikglöðu iðjuna að geta hrifið þá af flugi og fangað á blað til þess eins að hafna efni þeirra að morgni í von- brigðum vökunnar þegar sést hvað fiskar veiddir í hrifningu næturinnar geta verið rýrir eða lausir í roðinu og lagast því ekkert þótt þeir verði látnir liggja í salti í átta ár. Hugarflugið hefur orðið þungt með árun- um vegna svonefnds þroska og persónur fyrri verka þeytast nú um í óreiðu orðanna eða í orðleysisham í hugarfylgsnunum. Þær 52 TMM 1993:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.