Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 64
stendur hann ráðvilltur andspænis ótömd- um hæfileikum sínum. Hið raunverulega skáld er ævilangt í senn flaumósa og ráð- villt við efnistökin og innan ritmálsins. Hin- ir sem skrifa öruggir óbjagaðan texta eru venjulega aðeins rithöfundar, höfundar sem skrifa þokkalegan og réttan texta séð frá sjónarhóli reglnanna og vanans, hjúanna sem sitja að völdum í öllum samfélögum þótt uppreisnin gegn þeim sitji stöðugt um öryggi þeirra á vinstri og hægri hönd. Byrjandinn hefur venjulega enga hug- mynd um það að flestar „villur hans“ er sá vottur af uppreisn sem sérhver hæfileika- rikur höfundur stundar fremur af eðlisávís- un en listrænni hemaðarlist gegn ríg- bundnum hefðum tungunnar og frásagnar- mátans. Hann grunar ekki að innan tung- unnar og á milli heilans og hins frjálsa vilja ríkir byltingarástand, endalaust stríð þar sem hann verður jafnan að láta undan í lokin, annaðhvort vegna sjálfsgagnrýni, hlýðni við reglur og lærdóm sem hann hefur fengið í arf eða sem ítroðslu frá skólakerf- inu og leiðir hann fyrr eða síðar aftur á hefðbundna vegi eða hann er neyddur tíl þess af útgefanda sínum og þeim sem lesa prófarkir og gagnrýnendum. Raunveruleg- ur og góður höfundur er alltaf í uppreisnar- ham í leit að frelsi frá hinu ritaða og hefðbundna tungumáli en að sínum per- sónulega tjáningarmáta og tungutaki, þótt hann vití að hvort tveggja er aðeins til í litlum mæli miðað við þjóðtunguna alla og hefðbundnar venjur landsmanna við að tala um veðrið, segja frá verkjum í skrokknum og lýsa yfir andúð á því hvað sumir geti leyft sér margt en aðrir ekki í anda jafn- réttiskröfu öfundsýkinnar. Undan engu svíður jafn sárt í móðurmáls- kvikunni og þegar í umsögn um bók stendur að höfundurinn „hafi ekki vald á málinu“. Þótt aldrei sé þess getið hvað sé að hafa vald og á hvaða sviði málsins hann hafi það ekki, en það er kannski ekki á öðru en því sem er ritað á bækur eða er kennt í skólum, tungu sem kemur frá öðrum stað í samfélaginu en móðurinni og tungutaki hennar eða skáld- skaparmálinu sjálfu. í raun og veru er með þessu aðeins átt við það að höfundurinn hafi ekki tileinkað sér í öllu hið opinbera og viðurkennda, lærða tungumál yfirstéttanna, vegna þess að hann sem persónulegur mál- heimur reyndi að finna hæf orð í ætt við eigin tílfinningar og er þess vegna ef til vill í uppreisn gegn því. Flest skáld vilja vera sín eigin móðir á sviði tungumálsins í upp- hafi ritsmíðar þegar þeir skrifa frumraun sína, en smám saman á meðan textinn „er í vinnslu" eða farið er yfir hann og hann endurritaður, á meðan hann færist hægt ffá uppkasti til fullgerðs máls verður hann þægur og endar því miður fremur sem hent- ugt verkefni í stfla fyrir nemendur í skóla en sem bókmenntaverk. Þetta gerist þótt höfundamir hafi í fyrstu ætlað að laða fram það leynda mál sem fellur aðeins að gerð hvers skáldverks fyrir sig og á heima á flökti í kjama þeirra sjálfra eða í kvikunni þar sem hvatalíf listarinnar býr. Ég minnist enn hræðslunnar, jafnvel skelfingar yfir að hafa í texta fyrstu verka minna snert ósjálfrátt eitthvað sem stóð svo nærri sjálfum mér að það hafði verið vitinu alveg hulið. Hún var ekki aðeins ótti við mitt eigið djúp, heldur líka hræðsla við að textínn ætti einhverja stoð eða fyrirmynd í veruleikanum, að hann væri sprottinn frá nákomnum ættingjum, umhverfinu, föður og móður sem mundu þekkja eða bera kennsl á sig (það hefði mér þótt vera lágstíg listarinnar að sækja á jafn nákomin mið) og 54 TMM 1993:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.