Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 88
erótík, eins og Bataille skilur það, það er
dauði sjálfsins, því í erótík tapar sjálfsveran
sjálfi sínu og hverfist inn í hana, verður að
erótík ef svo má segja (24, 31, k. 8). Og
sjálfið lifnar svo við að nýju."
Hryllingur tengist kenningum Bataille,
samkvæmt kristni er kynlífið bannhelgt, í
erótík er sífellt verið að brjóta gegn bann-
helgi og þeirri athöfn fylgir hryllingur.
Hryllinginn má svo líka sjá í tengslum við
tap sjálfsins og dauðann almennt, líkið.
Erótík fylgir því alltaf togstreita (k. 1,31,
35-39, k. 4, 57). Erótík er bylting gegn
borgarlegu lífi, þráin að brjóta bannhelgi
truflar lög og reglur samfélagsins, kemur
róti á jafnvægið, hið menningarlega sjálf
tapar sér í óreiðu ástalífsins, sem er þannig
orðið að ofbeldi andstætt friðsamri sið-
menningu (k. 2).3
„togast og teygjast"
í fyrstu skáldsögu Sjóns, Stálnótt eru mörg
merki um togstreitu. Johnny Triumph kem-
ur akandi upp úr hafínu um nótt, ,,Með
ógurlegum hvin slítur bifreiðin sig frá út-
soginu. Eykur ferðina og staðnæmist með
hnykk.“4 Hann er klæddur einkennisbún-
ingi rokkara og farartækið er álíka einkenn-
andi. Johnny Triumph lætur ekki staðar
numið í fjörunni, enda flæðir að. Hann ekur
í átt til borgarinnar að blýmúr einum sem
skýlir afleiðingum kjamorkuslyss og skilur
eftir sig þar fyrir innan fjögur ijúkandi egg
sem togast og teygjast í höfuðáttir fjórar uns
þau fá á sig leðurklæddar mannsmyndir
sem „stökkva léttilega upp á múrinn“ og
„faðmast. Kyssast. Kveðjast." Djöflarnir
úr eggjunum halda „hver í sína áttina" (69)
þar sem fyrir þeim liggja fjögur ungmenni.
Þrjú þeirra eru kynnt til sögu á milli kafla
um þroskaferil djöflanna; fæðing þeirra er
sýnd, eftirminnilegt atvik úr bemsku og
síðast þessi sama nótt; nótt upprisu Johnny
Triumphs úr hafinu, þegar þau klæða sig
uppá og halda út í Stálnóttina.
Ungmennin fjögur, Jonninn, Finnurinn,
Dísan og Annan taka sér stöðu hvert við
enda sinnar áttar og eiga stefnumót við hið
óþekkta. Annan er sú eina sem lifir það af,
hún endurfæðist eftir fundinn með konunni
í fjörunni og tekur við umsjón rjúkandi
eg&ja...
„sogast út í nóttina"
Efist einhver um ástareðli þeirra fjögurra
Jonnans, Finnsins, Dísunnar og Önnunnar,
þá nægir að benda á fundi þeirra með djöfl-
unum. Það eru ástarfundir, hver með sínum
hætti. Jonninn fer út af skemmtistað, greini-
lega með eitthvað ákveðið í huga. Djöf-
ullinn kemur og „grípur annarri hendi um
andlit Jonnans, þvingar hann til að opna
munninn, sveigir höfuðið aftur og blæs
hratt og fast upp í hann“ (75). Finnurinn
keyrir viljandi niður leðurklædda konu, til
að sleikja blóðið úr sámm í lófum hennar,
en hún umfaðmar hann: „grípur um höfuð
hans og ískalt blóðið flæðir inn um eyrun“
(81). Dísan er mun frumstæðari í sinni að-
ferð, þar eru á ferðinni samfarir með gamla
laginu, hún „leggur [kónginn] að vörunum
og þrýstir sér hægt niður. [. .. ] hún ætlar
að lyfta sér af honum þegar hann grípur
leiftursnöggt um mittið og heldur henni þétt
að sér. Hún berst um en nístingskalt sæðið
spýtist inn í hana“ (87). Annan finnur sinn
kvendjöful í fjöru og kyssir hann ...
Djöflamir sem drekka í sig fjórmenning-
ana — eða drekka sig í þá — eru eins konar
vampýrur, aðferðin er vampýrísk, það eru
78
TMM 1993:1