Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 104
þessa þjóð af svefni“, „hristi upp í þessu liði“. Sá frásagnarmáti sem hann iðki komi fullkom- lega til móts við það sem „þjóðin vill“, hún vilji skondnar sögur til að tísta yfir á jólanótt, leggja svo frá sér að lestri loknum með ánægjusmjatti yfir hve vel hann „nái“ nú þessum eða hinum. Reyndar hefur fagurfræði Einars eins og hann setur hana fram í viðtölum og pistlum kynt undir þessu viðhorfi. Hann er þar óspar á orð sem hafa forskeytið „saga-“: sagnalist, sagna- meistari, sagnagleði, sögueyja, og finnst mörg- um vera hálf staðið bragð af þessum orðum, sérstaklega þar sem oft fljóta önnur með þeim eins og „við“ eða „íslenskt" eða „þjóðin“. Það virðist því á stundum sem það sé eitthvað sérís- lenskt við það að segja sögur sem fjalla um „frásagnarverða" atburði og sérkennilegar per- sónur, sögur sem eru vel sagðar, það er að segja hnyttnar og þannig gerðar að þær halda athygli lesanda/áheyranda með meðölum sínum. Auð- veldlega má rökstyðja þetta viðhorf en það er einnig auðvelt að spyija: er eitthvað sjálfgefið í frásagnarlistinni, er fyrirfram gefið hvernig sögur eru sagðar? Kannski hefur einhverntíma einhver trúað að svo væri en líklegast var stór- um hluta þeirrar vissu eytt þegar evrópskir og amerískir höfundar (við skulum heldur ekki gleyma Joyce) tóku á sjötta áratugnum að þoka burt þeirri sálgæddu vitund sem virðist tala út úr textanum og setja einskonar málvísindalegt sjálf í staðinn sem segir frá með því að tala um þær aðgerðir sem eru nauðsynlegar til þess að hægt sé að segja frá eða lætur ströng lögmál eða innbyggða rökvísi tungumálsins ráða skipulagi textans. Mikið hefur síðan gerst og margt verið skrafað um það hvort vitund okkar um þessa róttæku möguleika sagnalistar og skrifta fylli höfundaog lesendurtómi eða frelsistilfinningu, hvort allt sé búið eða eitthvað sé aðeins rétt að byija. Það skal allt látið liggja á milli hluta hér en minnt á að öll hugsun um sögu og sagnalist hefur orðið erfiðari og flóknari fyrir vikið. Sá skilningur á frásögn og eðli hennar sem kemur svo oft fram hjá Einari leiðir það hinsvegar af sér í sinni öfgafyllstu mynd að skáldverk sem bera fyrrgreind einkenni eru útilokuð frá sög- unni, það sé vart hægt að telja sögur þeirra Michels Butors, Raymonds Coovers, Thomas- ar Bemhards eða Philipps Sollers sögur heldur eitthvað allt annað. Eg er að vísu alls ekki viss um að Einar hugsi á þann hátt og undirstrika að ég á hér aðeins við þá ályktun sem má draga af fyrrgreindri skoðun sé hún tekin alvarlega, því ef hún er tekin alvarlega væri auðvelt að gagn- rýna hana, ekki á nótum einhverrar poppsál- fræði um hvað það sé sem þjóðin vilji og hvað hún hugsi, heldur á grundvelli þess að við sjáum að landamæri frásagnarlistarinnar eru óljós og að hún felst ekki síst í þeim möguleikum sem þetta ástand býður upp á, hve langt megi teygja hana frá hinni hefðbundu bóksögu, svo ekki sé talað um munnlega ffásögn. Form Hitt er svo annað mál að ég held alls ekki að sagnalistin sem slík sé það sem skiptir öllu máli í skáldsögunni Heimskra manna ráð, því þótt „sagnagleðin" sé mikil þá er það ekki hún í sjálfu sér sem gerir bókina athyglisverða heldur hvemig henni er beitt til að knýja áfram hugsun um manngildi og hugsjónir, skáldskap og vem- leika, auð og fátækt. í verkinu er kjami sem virðist standa nær höfundi en í fyrri skáldsögum hans, kjarni sem gerir það að verkum að sögum- ar sem veltast hér áfram hver á fætur annarri fá á sig sterkara mót en ella og upp af þeim rís heilleg en nöturleg mynd af þremurkynslóðum; fíflaskap þeirra og hetjulund sem oft er ekki svo gott að greina í sundur. Þetta er fjölskyldusaga, það form skáldsög- unnar sem Einari virðist tamast en fjölskyldan frá Lækjarbakka, sem hér er komin til skjalanna er engu að síður nokkuð frábmgðin þeirri sem við kynntumst í Eyjabókunum, heimur hennar ekki takmarkaður við braggahverfi heldur er hann opinn og víður. Um leið er hún stéttarlega miklu breiðari, persónumar eru af öllum stigum þjóðfélagsins og sagt er frá þremur kynslóðum: aldamótafólkinu þeim Solveigu og Bárði Killi- 94 TMM 1993:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.