Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 107
framkvæmdum en færa athafnamönnunum og/eða þeirra nánustu reyndar lítið annað en hörmungar ef ekki harmleiki. Jafnframt fela þessi verk í sér gagnrýni á það þjóðfélag sem þrífst á því andlega fóðri sem þessir ógæfumenn hafa innbyrt, það er reynt að skilja og skýra ástæður þessaóstöðugleika, af hverju menn trúa á mátt athafna sinna þótt þær séu pijónaðar úr eins konar loftgarni. Það er athyglisvert að Guð- mundur Andri og Einar reyna báðir að skýra sögulegar og hugmyndalegar rætur gullgrafar- anna út frá þjóðlegum goðsögum, goðsögum um ,,sterka“ menn eins og Jón Sigurðsson og Einar Ben. I Heimskra manna ráðum grúfir skuggi „væringjans mikla“ yfir Lækjarbakka- ættinni; Sigfús Killian flyst þarna upp í heiðina í þeim tilgangi að grafa gull fyrir eitt af fyrir- tækjum hans sem síðar fellur um sjálft sig eins og öll hin en það kemur ekki í veg fyrir að hann trúi áfram blint á hugsjón skáldsins um að „breyta eyðisöndum í aldingarða“ og kennir aumum smámennum sem: „endalaustteíja íyrir fullhugum okkar, með lagaþvargi og reglugerð- arsmíð“ (85) um að framkvæmdirnar ná ekki fram að ganga. Og líkt og hann trúa öll böm hans, systkinin frá Lækjarbakka á hetjuhugsjón sem fólgin er í þessari hnitmiðuðu semingu: „Einar Benediktsson var hinn sanni maður, sem sigrar einn eða tapar“ (47). Vel er dregið fram í bókinni að arfleið Einars Ben. er jafnframt eins konar aulabárðaarfleið, hann kom aldrei neinu í verk, næg voru áformin en aldrei varð neitt úr þeim. Einn glæsilegasti kafli bókarinnar fjallar um slíka dáð, björgunar- afrek Bárðar Killians og félaga við ísafjarðar- djúp þar sem þeir koma stærðar flutningaskipi aftur á flot með ótrúlegum hætti en hafa ekkert upp úr allri frægðinni nema skuldir. í þessum kafla, sem og fleimm, verða ýkjumar og yfir- gengilegar lýsingamar til þess að slá gróteskum tóninum yfir í gagnrýni sem þó er alltaf tvíræð. Jafnvel þótt allt þetta ævintýri sé til einskis unnið er samt viss samúð með Bárði, lesandinn getur ekki dæmt hann á einn veg eða annan, einfaldlega vegna þess að sagan gerir það ekki. Þessi afstaða kemur víða fram og verður stund- um nokkuð stéttarleg. Ríka og fallega fólkið er svo yfírkeyrt og óekta í sínum glansi meðan þetta baslandi alþýðufólk viðheldur ákveðnum skammti af mennsku, þrátt fyrir að það reyni allt til að líkjast hinum hærra settu og sé á stundum fremur illskeytt sjálft. Endurmat Þessa tvíræðni í siðferðisdómum hefur Milan Kundera oft fjallað um í greinum sínum, skil- greint hana sem eitt aðal skáldsögunnar og nefnt hana skáldsöguvitund. I góðri skáldsögu verði ekkert algert, þar verði ljósara en nokkurs staðar hve fáránlegir siðadómar séu ef aðstæður eru ekki vegnar og metnar og afstæði og fjölbrey- tileiki mannlegrar hegðunar höfð í huga. En líkt og í skáldsögum hans sjálfs þar sem án nokkurs vafa má greina hugsun sem byggir á algemm dómum, má einnig sjá hjá Einari slíka heildar- mynd handan afstæðisins. Hún felst eins og áður sagði í gagnrýni á athafnaæði og framfara- hugsjón þessarar aldar og svo enn sé haldið áfram að spyrða Heimskra manna ráð saman við fyrrgreindar bækur Guðmundar Andra og Ólafs Gunnarssonar (hér mætti einnig nefna Skuggabox Þórarins Eldjáms og Hversdagshöll Péturs Gunnarssonar), þá er í þessum verkum rík endurskoðunarhyggja. Sú staðreynd að svo margar skáldsögur á síðustu ámm skuli fjalla um þetta efni bendir til ákveðinnar hugmynda- baráttu, að goðsagnirnar um framfarir og at- orkusemi í gamla stflnum séu fallnar en að menn þijóskist við og þumbist eins og fjármála- glæfrar síðustu ára sýna kannski best. En á hinn bóginn virðist mönnum ljósara nú en nokkru sinni að annað verði að koma í staðinn, vist- fræðilegum og efnahagslegum takmörkum stórframkvæmdanna er náð, það vantar nýja hugsun um vandamál þjóðfélags og umhverfis. Gagnrýni á peningahyggju er að sjálfsögðu alls ekkert nýmæli í bókmenntum okkar, raunsæis- stefnan var að stórum hluta byggð upp á slflcri gagnrýni en úrlausnir hennar voru njörvaðar við TMM 1993:1 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.