Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 109

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Side 109
en sæfarinn reynir þó eftir mætti að átta sig á eðli ferðarinnar sjálfrar, hann hefur tóm til að spyrja sig hvert stefni þótt um seinan sé að gefa nákvæm svör. Um leið má líka halda því fram að hlutskipti sæfarans eigi vel við um stöðu Þorsteins sjálfs og það hlutverk sem hann ætlar ljóðum sínum, nema að allra síst má kalla hann sofandi. í ljóðum Þorsteins hefur þannig oft mátt lesa efasemdir um leið mannsins í nútíma og Ijóðun- um hefur beinlínis verið teflt gegn þeim „vit- leysum" sem „seytla baldnar um dægra- hvörfin“. í öllum ljóðabókum hans er að finna kröftugt andóf gegn ýmsum hæpnum kenni- setningum sem haldið er að fólki, en ekki síður öfluga hvatningu til manna til að spyma við fótum, gefa sér tóm til að spyija í stað þess að láta allt yfir sig ganga. Þorsteinn hefur þess vegna í meira mæli en flest önnur núlifandi skáld freistað þess að koma böndum á þá óreiðu sem hann hefur skynjað í samtímanum og reynt að greina hismið frá kjamanum. Ljóðum hans er nefnilega ekki síst ætlað að benda okkur á hvað skiptir máli í tilvemnni og hefur Þorsteinn þá staðnæmst við sígild verðmæti sem hafin em yfír stað og stund. Þar sem Þorsteinn hefur svo einarðlega tekist á við samtímann og þau teikn hans sem honum hafa fundist válegust, hefur það orð legið á að skáldskapur hans sé svartsýnn. Vissulega er ekki alltaf bjart yfír heimi ljóða hans, enda ræðst það af eðli viðfangsefnisins, en ævinlega hefur hann þó reynt að benda okkur á raunveruleg verðmæti. I fyrri ljóðabókum hans bar mikið á beinskeyttri og hvassri þjóðfélagsádeilu þar sem jafnvel mátti finna tiltekin deilumál sam- tímans. Síðan hefur mátt greina þá þróun í ljóða- gerð Þorsteins, að hann hefur oftar tekið sér stöðu utanvið hringiðu dagsins og íhugar, spyr sjálfan sig og hugleiðir án dóma. Þetta má t.d. glöggt sjá í Urðargaldri (1987). Hugsanir hans hafa orðið meira heimspekilegar en þjóðfélags- legar og birtist það m.a. í tímaskynjun ljóðanna. Hún hefur þróast á þann veg að æ oftar leiðir Þorsteinn saman fortíð og nútíð og gerir að einum tíma. Ég hugsa að Þorsteinn myndi um- svifalaust samsinna Eliot í því að allur tími sé samtími, enda felur sú fullyrðing beinlínis í sér eitt brýnasta erindi skáldsins við okkur: tilraun hans til að benda okkur á þau eilífu og sammannlegu verðmæti sem hafin eru yfir augnablikið og sem við ættum að stefna lífi okkar að. I síðustu ljóðabók hans, Vatns götur og blóðs (1989) var þetta einnig fyrirferðarmikið, en í þeirri bók er samt mest áberandi ákall skáldsins til manna um að lifa lífí sínu lifandi, fljóta ekki sofandi og án meðvitundar að feigðarósi. Grundvallarstef þeirrar bókar er kannski að furður og töfrar lífsins séu fleiri en okkurgrunar og að í raun liggi líf við að átta sig á þeim, nálgast þá opnum huga. Skáld alvörunnar Þorsteinn ffá Hamri er því alls ekki bölsýnt skáld. Hann er hins vegar skáld alvörunnar, og á bakvið allan hans kveðskap liggur brýn hugs- un. En hann leitar ávallt hins jákvæða, ljóssins, og ljóðin sýna staðfasta trú hans á að það logi enn, það hefur „týrt á glóðarköggli / í þessum foma myrka frumskógi“ eins og segir í Ijóðinu „Álengdar“, og það þótt ,,blásið“ hafi „öldum saman önugir votir þytvindar“. Þótt Þorsteinn sé „grunsmiður skelfinga“ þá er hann líka „vonasonur“. Ljóð hans em þegar öllu er á botninn hvolft barmafull af trú á að við munum standa undir hlutskipti okkar í veröldinni og komast frá þeirri glímu sæmilega heil. Sœfarinn sofandi ber glögg kennimörk höf- undar síns í öllum ytra búningi; rammíslenskt orðfæri, knappt og hnitmiðað myndmál. Öll sú ögun og orðfæð sem einkennir ljóð Þorsteins er í fágætu samræmi við íhugunareðli ljóðanna og þá hugsun, sem oft kemur þar fram, að allt bmðl sé hluti af því hismi sem best sé að láta framhjá sér fara. Skáldi ber að fara varlega með orð, og því verða Ijóðin oftast mjög samþjöppuð. Form og efni vinna þannig saman í ljóðum Þorsteins frá Hamri, sem skiptir vitaskuld miklu máli TMM 1993:1 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.