Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 110
fyrir áhrifamátt þeirra og enduróm í huga les-
enda. Orðfæri ljóðanna er svo sérstakur þáttur
sem skrifa mætti um langt mál. Oft eru uppi-
staða ljóða orð sem ekki heyra til venjubundins
daglegs máls, og gera þau ljóðin svolítið upp-
hafin, en ljá þeim um leið svip festu sem helst
fullkomlega í hendur við efni þeirra. Svo dæmi
sé tekið af áður ívitnuðu titilljóði, má benda á
orðið ,,Maðksjór“ (sem nefnt er fornt eða úrelt
(!) í íslenskri orðabók Áma Böðvarssonar). í
ljóðinu fær þetta eina nafnorð víðfeðma merk-
ingu og skírskotun, merkir í raun allar þær
hættur í samtíma sem hver sæfari verður að
sigla og freista þess að koma fleyi sínu heilu í
gegn. Mér sýnist líka sú þróun hafa orðið á
skáldskap Þorsteins, að sterkari tilhneiging er til
að láta stök nafnorð og samsetningar bera uppi
merkingu í stað myndhverfinga. Alltént hefur
harðsnúnum myndhverfmgum fækkað veru-
lega. Enn yrkir Þorsteinn þó nýgerft og í Sœfar-
anum vekur athygli fjöldi ljóða sem byggja á
klassískri fljótslíkingu.
En margnefnt titilljóð sýnir okkur annað mik-
ilvægt stfleinkenni ljóða Þorsteins og það er
hversu áberandi þar er teflt saman andstæðum
vitundar og verundar. í ljóðum Þorsteins er nán-
ast ævinlega að finna einn ljóðmælanda (,,ég“)
sem mælir ffam ljóðið, stundum sem brýningu
eða hugleiðingu til sjálfs sín, en um leið til
okkar lesenda. Þannig verða sterkustu andstæð-
ur h vers lj óðs maður og hei mur, j afnt í formlegu
tilliti sem efnislegu. Þegar við þetta samræmi
efnis og forms er bætt hnitmiðuðu orðfæri, þá
er kannski komin skýring ááhrifamætti ljóðlist-
ar Þorsteins, honum tekst það sem flest ljóð-
skáld leitast við: að láta spennu hvers ljóðs
liggja í ljóðmálinu sjálfu. Þótt ljóð Þorsteins
orki af fyrrgreindum ástæðum stundum per-
sónuleg á mann, og oft leikur tæpast vafi á að
ljóðmælandi sé Þorsteinn sjálfur, þá felur stflleg
uppbygging ljóðanna í sér miklu víðfeðmari
skírskotun.
Sœfaranum sofandi velur Þorsteinn einkunn-
arorð úr ljóði sveitunga síns og prýðilegs skálds
sem ég er hræddur um að ekki sé mikið lesinn í
samtímanum, Guðmundar Böðvarssonar. „Því
draumur vor skal kljúfa / hvem dimman nætur-
sæ“. Kannski sýna einkunnarorðin betur en
mörg orð hér að framan raunverulega „bjart-
sýni“ Þorsteins og sem bókampphaf skapa þau
strax hugblæ jákvæðni og trúar á sigur draum-
anna, hugarins, andans yfir hinum dimma næt-
ursæ veruleikans. En má greina nýjar
hugmyndir, breyttar áherslur eða annan tón í
þessari ljóðabók Þorsteins?
Fortíðin verður ekki falin
Margar þær hugmyndir og hugsanir sem greina
má í Sœfaranum sofandi em af sömu rót og í
fyrri ljóðabókum höfundar, en þó má nefna eitt
og annað sem kenna má við þróun. Bókinni
skiptir höfundur í þrjá hluta. Þótt yrkisefhi skar-
ist talsvert má samt greina svolítinn blæbrigða-
og áherslumun milli ólíkra bókarhluta. Þannig
em í fyrsta hluta bókarinnar áberandi hugleið-
ingar um tímann, sem alla tíð hefur verið Þor-
steini hugleikið viðfangsefni og hann hefur
tekið til eftirminnilegrar meðferðar bæði í ljóð-
um og ekki síður í skáldsögum sínum þremur.
Áður var minnst á þá grundvallartímahugmynd
í verkum Þorsteins að fortíðin sé hér og nú,
lifandi afl í nútíð. Ymis tilbrigði við þessa hugs-
un má lesa hér, m.a. að fortíðin verði ekki falin,
maðurinn sé þær ævir sem falla honum í skaut.
í ljóðinu „Kvöldljóð“ er þessi hugsun orðuð
svo:
Eldgamlar skynmyndir allar svarthvítar
voru, þegar grannt var að gætt, hömnd og hugur.
Þér skilst í svip að margt svo margdáið, fölt
er í sinn hóp sígrænt
og að allt sem í dag bæði angrar þig og gleður
er með nokkrum hætti strengleikur, þjóðlag,
síðan þá.
Með öðmm orðum: Liðinn tími lifir í sjálfum
þér, er óijúfanlegur hluti af þeirri persónu sem
þú ert í dag, er hörund þitt og hugur. Þú ert því
100
TMM 1993:1