Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 110

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Qupperneq 110
fyrir áhrifamátt þeirra og enduróm í huga les- enda. Orðfæri ljóðanna er svo sérstakur þáttur sem skrifa mætti um langt mál. Oft eru uppi- staða ljóða orð sem ekki heyra til venjubundins daglegs máls, og gera þau ljóðin svolítið upp- hafin, en ljá þeim um leið svip festu sem helst fullkomlega í hendur við efni þeirra. Svo dæmi sé tekið af áður ívitnuðu titilljóði, má benda á orðið ,,Maðksjór“ (sem nefnt er fornt eða úrelt (!) í íslenskri orðabók Áma Böðvarssonar). í ljóðinu fær þetta eina nafnorð víðfeðma merk- ingu og skírskotun, merkir í raun allar þær hættur í samtíma sem hver sæfari verður að sigla og freista þess að koma fleyi sínu heilu í gegn. Mér sýnist líka sú þróun hafa orðið á skáldskap Þorsteins, að sterkari tilhneiging er til að láta stök nafnorð og samsetningar bera uppi merkingu í stað myndhverfinga. Alltént hefur harðsnúnum myndhverfmgum fækkað veru- lega. Enn yrkir Þorsteinn þó nýgerft og í Sœfar- anum vekur athygli fjöldi ljóða sem byggja á klassískri fljótslíkingu. En margnefnt titilljóð sýnir okkur annað mik- ilvægt stfleinkenni ljóða Þorsteins og það er hversu áberandi þar er teflt saman andstæðum vitundar og verundar. í ljóðum Þorsteins er nán- ast ævinlega að finna einn ljóðmælanda (,,ég“) sem mælir ffam ljóðið, stundum sem brýningu eða hugleiðingu til sjálfs sín, en um leið til okkar lesenda. Þannig verða sterkustu andstæð- ur h vers lj óðs maður og hei mur, j afnt í formlegu tilliti sem efnislegu. Þegar við þetta samræmi efnis og forms er bætt hnitmiðuðu orðfæri, þá er kannski komin skýring ááhrifamætti ljóðlist- ar Þorsteins, honum tekst það sem flest ljóð- skáld leitast við: að láta spennu hvers ljóðs liggja í ljóðmálinu sjálfu. Þótt ljóð Þorsteins orki af fyrrgreindum ástæðum stundum per- sónuleg á mann, og oft leikur tæpast vafi á að ljóðmælandi sé Þorsteinn sjálfur, þá felur stflleg uppbygging ljóðanna í sér miklu víðfeðmari skírskotun. Sœfaranum sofandi velur Þorsteinn einkunn- arorð úr ljóði sveitunga síns og prýðilegs skálds sem ég er hræddur um að ekki sé mikið lesinn í samtímanum, Guðmundar Böðvarssonar. „Því draumur vor skal kljúfa / hvem dimman nætur- sæ“. Kannski sýna einkunnarorðin betur en mörg orð hér að framan raunverulega „bjart- sýni“ Þorsteins og sem bókampphaf skapa þau strax hugblæ jákvæðni og trúar á sigur draum- anna, hugarins, andans yfir hinum dimma næt- ursæ veruleikans. En má greina nýjar hugmyndir, breyttar áherslur eða annan tón í þessari ljóðabók Þorsteins? Fortíðin verður ekki falin Margar þær hugmyndir og hugsanir sem greina má í Sœfaranum sofandi em af sömu rót og í fyrri ljóðabókum höfundar, en þó má nefna eitt og annað sem kenna má við þróun. Bókinni skiptir höfundur í þrjá hluta. Þótt yrkisefhi skar- ist talsvert má samt greina svolítinn blæbrigða- og áherslumun milli ólíkra bókarhluta. Þannig em í fyrsta hluta bókarinnar áberandi hugleið- ingar um tímann, sem alla tíð hefur verið Þor- steini hugleikið viðfangsefni og hann hefur tekið til eftirminnilegrar meðferðar bæði í ljóð- um og ekki síður í skáldsögum sínum þremur. Áður var minnst á þá grundvallartímahugmynd í verkum Þorsteins að fortíðin sé hér og nú, lifandi afl í nútíð. Ymis tilbrigði við þessa hugs- un má lesa hér, m.a. að fortíðin verði ekki falin, maðurinn sé þær ævir sem falla honum í skaut. í ljóðinu „Kvöldljóð“ er þessi hugsun orðuð svo: Eldgamlar skynmyndir allar svarthvítar voru, þegar grannt var að gætt, hömnd og hugur. Þér skilst í svip að margt svo margdáið, fölt er í sinn hóp sígrænt og að allt sem í dag bæði angrar þig og gleður er með nokkrum hætti strengleikur, þjóðlag, síðan þá. Með öðmm orðum: Liðinn tími lifir í sjálfum þér, er óijúfanlegur hluti af þeirri persónu sem þú ert í dag, er hörund þitt og hugur. Þú ert því 100 TMM 1993:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.