Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 113
sjálfsagður foringi þeirra þetta langa og heita
sumar.
Það er Benjamín sem segir söguna í fyrstu
persónu. Frásögn hans er í þátíð, hröð, eðlileg
og tilgerðarlaus, hvergi teygður lopi en þó öllu
nákvæmlega lýst sem máli skiptir. Það er hinn
fullorðni sögumaður sem hefur yfírsýnina og
orðaforðann, en sýnin er drengsins:
Guðlaug átti þann stærsta kött sem sést hafði
í bænum. Hann líktist frekar ljónsunga en
ketti þar sem hann sat í hásæti sínu, eldhús-
glugganum, og horfði áhugalaus á veröldina
fyrir utan. Hann hét Bólu-Hjálmar í höfuðið
á uppáhaldsskáldinu hennar Guðlaugar. . . .
Hafi eitthvert dýr verið þess umkomið að
sýna mannfólkinu fullkomna fyrirlitningu,
þá var það hann. Jafnvel þótt stór hópur af
krökkum væri að hlaupa fram og aftur um
leikvöllinn, þá gekk hann hægum skrefum
beina leið í gegnum hópinn og vék ekki úr
vegi fyrir neinum. Og af einhverri óttabland-
inni virðingu fyrir þessum feita risaketti
hættum við hlaupunum og biðum á meðan
hans hátign gekk hægum skrefum yfir leik-
völlinn, á kvöldgöngu sinni út í myrkrið, líkt
og hér væri þjóðhöfðingi á ferð, biskup eða
virðulegur munkur. (11-12)
En við og við koma innskot í ffásögn Benja-
míns, eins og snögg myndleiftur, filmubútar úr
kvikmynd. Þau eru í nútíð og sögð í þriðju
persónu og sýna annars vegar inn í hug annarra
persóna en Benjamíns eða atvik sem hann er
ekki vitni að, og hins vegar drauma Benjamíns
sem hann man stundum ekki nema óljóst þegar
hann vaknar:
Benjamín stendur aleinn einhvers staðar úti
á víðavangi og horfir í kringum sig. Lengst í
fjarska eru há fjöll sem rísa með snævi þakta
tinda upp í bláan himininn. Hann verður var
við hreyfmgu við sjóndeildarhringinn og
þegar hann horfir þangað sér hann að þetta
em fjórir hestar sem koma á harðahlaupum.
Risastórir hófamir falla hljóðlaust til jarðar.
Á baki þeirra sitja fjórir riddarar í skínandi
herklæðum.
Innskotin eru stutt og trufla söguna merkilega
lítið, sjálfsagt vegna þess hvað stfllinn á þeim
er ólíkur frásögn Benjamíns, en þau opna sög-
una mikið, gera hana markvissari.
Fólkið í sögunni
Eins og áður sagði sver Benjamín dúfa sig í ætt
við klassískar drengjasögur. Drengirnir fjórir
leika fótbolta þetta sumar, hrekkja hrekkjusvín-
ið og stofna leynifélag, Reglu rauða drekans,
gegn ranglæti, með réttlæti. Framan af hefur
reglan engin sérstök markmið; félagamir æfa
sig bara í að skylmast með trésverðunum og
beita skjöldunum. í þessu millibilsástandi verð-
ur sá athafnasamasti í hópnum óánægður með
tíðindaleysið og segir sig úr reglunni. Þegar
hann vill svo koma aftur er honum útskúfað.
Hann stofnar þá ásamt öðrum leynifélagið
Svörtu fjöðrina sem hefur það hlutverk eitt að
koma Rauða drekanum fyrir kattarnef. En þegar
þar er komið sögu hefur Rauði drekinn fengið
göfugt markmið: að safha fé til að endurbyggja
hús Guðlaugar ,,ömmu“ sem brann. Það er ekki
fyrr en því verki er lukkulega lokið að Rauði
drekinn mætir Svörtu fjöðrinni í dimmum
Slippnum eitt kalt haustkvöld.
Strákar í stríði? Nei, frásagnarhátturinn og
persónusköpunin valda því að frásögnin í
Benjamín dúju er aldrei einföld. Persónur
drengjanna eru sérstaklega vel unnar, marg-
hliða og sannar. Smám saman verða þeir fulltrú-
ar ákveðinna manngerða, um leið og þeir dýpka
sem einstaklingar.
Mesta rækt leggur höfundur við persónu
Benjamíns, með því að fara næst honum og sýna
honum mesta hörku. Benjamín er góður strákur
— það eru þeir flestir, en hann er heigull. Hann
er sá sem tekur ríkjandi ástandi og reynir að laga
sig að því en dettur ekki í hug að rey na að breyta
því, hvorki til ills né góðs. Viðkvæði hans er að
það sé ekkert hægt að gera. Sem reglubróðir
velur hann sér dúfuna að merki, friðartáknið
sem þó hefur vafasamari undirmerkingu — því
dúfan er grimmt dýr sem flæmir úr sínum hópi
TMM 1993:1
103