Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 119
Það er fljótsagt að þýðing Vilborgar á þessum bálki D.H. Lawrence er hreint afbragð. Vilborg nær vel því andrúmslofti dauða og skelfingar sem er að finna í ffumtextanum, jafnframt er þýðing hennar ótrúlega nálæg frumtextanum hvað varðar orðaval, orðaröð og setningaskip- an. Útkoman er áhrifankur og magnaður texti. Ég get samt sem áður ekki annað en bent á eina þýðingarvillu sem er annaðhvort til komin vegna mislesturs eða (og það finnst mér lík- legra) stafsetningarvillu í þeirri útgáfu af fmm- textanum sem notuð er við þýðinguna. I þriðju ljóðlínu annars hluta bálksins segir í fmmtexta: „The grim frost is at hand, when the apples will fall.“ í þýðingu Vilborgar segir hins vegar: „Framundan er skógurinn ógnlegi, þegar eplin hrynja.“ Greinilegt er að orðið „frost“ er (mis)- lesið sem „forest“ og þýtt samkvæmt því. Nú má segja að þýðingarlausn Vilborgar á þessari ljóðlínu er ágæt út af fyrir sig og gæti gengið í myndmáls-samhengi kvæðisins í heild. Hins vegar er orðið „frost“ samofið því andrúmslofti kulda og dauða sem ljóðið er spunnið úr og því æskilegra að nota það. Að endingu er vert að geta fyrsta ljóðs bókar- innar, sem er ort í minningu Snorra Hjartarsonar og nefnist „Veturinn“. Ljóð þetta er minning um skáld sem ort hefur fegurri ljóð en flest önnur íslensk ljóðskáld og hér tekst Vilborgu vel upp. Ljóðmálið minnir á skáldskap Snorra og vel valin orðin vísa til þekktra ljóða hans. „Veturinn“ tilheyrir ekki neinum hluta bók- arinnar, það stendur eitt og sér og kemur á eftir tilvitnun í John Keats sem líta má á sem ein- kunnarorð bókarinnar: „Were I dead, Sir, I should like / a Book dedicated to me.“ Af þessu má skilja að Vilborg tileinkar Snorra Hjartar- syni ljóðabók sína og er minningu hans sómi að þeim góða skáldskap sem hún hefur hér fram að færa. Soffía Auður Birgisdóttir * 1 M, MOLD ^ í SKUGGADAL GYRÐlf? ELÍASSON Með náttblindugleraugun GyrðirElíasson. Mold í Skuggadal. Mál og menning 1992. 93 bls. Heiti þessarar nýjustu ljóðabókar Gyrðis Elías- sonar er heldur myrkt eins og liturinn á kápu hennar en felur þó í sér leynda birtu. Mold minnir á dauðann, við erum grafm í mold, hold er mold o.s.frv. en um leið er hún gróðurmold, og gróður og blóm eru birtulíf sem sprettur úr dimmu jarðar, eða eins og segir í einu Ijóði bókarinnar: „en ég ætla að gróðursetja / sóleyjar í þessari mold / og lfka stóra túnfífla / sem lýsa með skímu / morguns“ (Stefna). Skugga- dalurinn í titlinum minnir dálítið á alþekktan Davíðssálm um „dimman dal“ („the valley of the shadow of death“ hljómar það á ensku hvort sem það er réttari þýðing eða ekki), og einu ljóði bókarinnar lýkur á orðunum: „ ... og svo komu dimmir / dalir“ (Munað um kvöld). I Ljóði frá Hólavöllum (þ.e. Hólavallakirkjugarði) er rætt um „sálma, fomlega sálma / um dauðann og TMM 1993:1 109
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.