Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Page 120
dauðann / og dauðann" sem leiðir hugann að hefðbundnum tengslum dauða og moldar og blóma í sálmum á borð við Allt eins og blómstr- ið eina (Um dauðans óvissan tíma). Heiti bókar- innar á sér samsvömn í ljóðinu Skuggadalur barnanna, og þar er dalur og stj arna tengd saman með eftirminnilegum hætti rétt eins og í Ferða- lokum Jónasar Hallgrímssonar. Þó em stjömur Gyrðis öllu þungbærari en ástarstjömur þjóð- skáldsins þar sem þær eru úr blýi og eiga það til að hrapa ofan í dalinn þar sem „eldri börnin" leiðast um „eftir stígum sem / liggja að gulum / húsum“. Þannig vísar titillinn Mold íSkugga- dal í margar áttir og vekur líka athygli á minnum og myndum sem ganga eins og rauður þráður gegnum bókina. Sjónin Dimma tengist dapurri sjón, og í bókinni er víða vikið að sjóndepurð í öllum skilningi þess orðs („ . . . dapurt fólk / með augu einsog / gráa steina“ segir í ljóðinu Dögun). í upphafsljóðinu Blinda er hnífur notaður til að lækna haldin augu og þar örlar á þeirri hugsun að sársauki geti gefið manni nýja sjón. Aftur kemur hnrfur fyrir í fjórða ljóði bókarinnar (Rökkurferðir) og virð- ist þar líka tengjast sjón og skynjun: Með Thoreau-vasahnífinn fer ég ofan í fjöru og leita að spýtum til að tálga hesta tálga hunda tálga kindur tálga ketti tálga kýr handa litlu stelpunni sem sefur í húsi við fjallið Thoreau kenndi að meðan sjónin er eins fersk og hún er í okkur ungum geti hún gætt hlutina lffi; ljóð Gyrðis má þá kannski skilja svo að þessi hnífur sjónarinnar tálgi lifandi vemr úr þeim efnivið sem verður á vegi hans. En í nið- urlaginu kemur fram að stundum skyggi á þess- um fjöruferðum og þá er lítið hald í hinum sjónræna ljóðahníf: ,, . . . þá sé ég ekki / neitt, finn bara lykt / af þangi og fjörukáli“. Það er víðar sem hnífur tengist skáldskap og jafnvel andleysi. A einum stað hefur skáldfákurinn fest taglið í gaddavír en ljóðmælandinn gleymt vasahnífnum heima og getur því ekki skorið hann lausan (Vangá). Annars staðar verður and- leysið að andríku yrkisefhi (Skriftir): skáldið hefur fengið sér knippi af tékkneskum blýönt- um í þeirri von að andinn komi yfir það, og að vísu gerist þetta en með óvæntum hættí þó. Blýantarnir reynast vera lífrænir, „vaxa strágul- ir“ austur í Tékkó, og þessi afskomi skrifgróður sem skáldið fær í hendur veldur þannig inn- blæstri. í öðru ljóði (Skilaboð) em skriffæri einnig gróðurgerð, ef svo má að orði komast, því „ritvélin heitir Silfurreyr“ (þýðing á vöm- merkinu Silver-Reed). Sem minnir náttúrlega á að mold dauðans er líka sá jarðvegur sem nærir skáldskapargróðurinn, strá hans og reyr. Mér finnst samlíkingin velheppnuð, reyr og strá eru fíngerður gróður, beinvaxinn en sveigjanlegur eins og skáldskapur Gyrðis. Grös koma oftar fyrir í bókinni, gjarnan heilsusamleg fjallagrös, og eru jafnvel skáldskapargrös sem má tína „ í hillum / meðfram gömlum bókum“ (Miðvikudagskvöld). í ljóðinu Slys er mælandi orðinn að huldumanni sem tínir þau á heiði undirbarðaslútandi hatti, áþekkurpípuleikaran- um í smásögu Laxness. Ásýnd heimsins Gyrðir heldur uppteknum hætti og yrkir um skáld og til skálda eins og í fyrri bókum sínum. Blake hefur áður komið fyrir hjá honum og birtist nú í ljóðinu Ganga (tíl Kristínar Omars- dóttur). Andi þessa enska furðuskálds er líka nálægur í bráðskemmtílegu ljóði, Nótt á Skaga (Fundin Ameríka): Þegar ég fór í næturgöngu eftir rigningamar kom ég að stórum polli hjá raf- stöðinni, og þessi pollur I 10 TMM 1993:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.