Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1993, Síða 121
var í laginu alveg einsog Norður-Ameríka og ég hugs- aði: er hún þá svona lítil og bara vatn og ég búinn að ganga svona lengi en samt ekki farið að birta og hvar er djúpa hafið I því kallaði dimm rödd frá rafstöðinni: „Land er vatn og vatn er land!“ Hér er fundin heil heimsálfa í einum polli og sömuleiðis komið til skila þeirri hugsun að heimsmynd okkar er öll á floti og kannski ekki föst jörð undir fótum þar sem við ætlum; niður- lagsorðin eru álíka stríðnisleg og lokaorðin sem Keats lét gríska vasann mæla í frægum óði (Ode on a Grecian Um); „Beauty is truth, truth beau- ty“. Annað síðasta ljóð bókarinnar hefur að yrkis- efni þá ásýnd heimsins sem blasir við okkur í æsku en dofnar eftir því sem árin líða og við glötum smám saman ferskleika hinnar bemsku skynjunar (sbr. Thoreau); „Þá voru steinar mun / stærri en núna og / grasið enn grænna / og j urtir allar / litsterkari.“ í ljóðinu segist mælandinn endurheimta þessa fersku skynjun síðar á æv- inni (að því er virðist með ástinni eða þá endur- nýjuðum kynnum af bemskunni) svo að „. . . klettamir bergmála / vögguvísur". Þetta er fal- lega ort en efnið er þó allt annað en nýstárlegt — allt frá dögum Wordsworths hafa skáld ort eftirminnileg kvæði um það að glata hinni fersku skynjun æskunnar — en Gyrðir bjargar þessu með titlinum sem er háíronískur: Grænn varstu, Urðardalur. Hann gerir m.ö.o. góðlátlegt grín að þessari fortíðardýrkun sinni með tilvís- un í alþekkta velska skáldsögu og í íslensku skapanornina Urði, sem réð liðnu tíðinni (jafnvel má líka lesa urðar-dalur, þ.e. Grænn varstu, grýtti dalur!). Að missa, deyja, dreyma Þetta er eitt af mörgum ljóðum í bókinni um missi ýmiss konar. Ort em hófstillt en sárs- aukafull ljóð um viðskilnað við ástvini, um það að missa aðra og jafnvel tapa sjálfum sér um stund, og þá er stutt yfir í missinn mesta, dauð- ann. Stundum fara þessi yrkisefni öll saman eins og í Astarljóði þar sem ljóðmælanda langar til að stökkva fram af kletti og „draga þig með mér í / fallinu, ekki er ég / nú betri en það.“ En dauðinn er þó kannski ekki sá mikli missir sem maður skyldi ætla því að í ljóðheimi bókarinnar er hann ekki alger dauði heldur eins konar draumsvefn. Þannig er grafin snæugla ekki dauð úr öllum æðum heldur sefur hún í trékassa sem merktur er „JARÐHÚS" (Hvíld); rætt er um að hægt sé að breyta „ ... dauðans kistu / í ferðakoffort" (í glugga); á legsteina er ritað „SOFÐU / OG ÞÚ / MUNT / VAKA“ (Skila- boð) o.s.frv. í þessari rökkurveröld er dauðinn sem sé svefn þar sem skilningarvitin vaka hálf- vegis eins og í draumi enda þarf maður að gæta þess að setja upp rétta tegund af gleraugum þegar maður leggst til hinstu hvílu, ef marka má lokaljóð bókarinnar (Löngun); Ég vil sofna lengsta svefninum með náttblindugleraugun í rökkri, með mosastein íyrir svæftl Þessi afstaða til dauðans er skyld viðhorfum í fyrri prósaverkum Gyrðis eins og Svefiihjólinu og Heykvísl og gúmmískóm, og ennfremur er annars konar missir áberandi í Bréjbátarigning- unni', en hér er úrvinnsla þessara yrkisefna per- sónulegri og innilegri, það er sem skáldið reyni á sjálfu sér það sem persónur þess fengu að reyna fyrrum. Það hleypir dauðanum að sér, reynir að ftnna fyrir nálægð hans og líft þeirra sem liðnir eru með því að binda það allt í skynjanlegar myndir eins og mold og myrkur, svefn og draum. Enda þótt Gyrðir sveigi þessa nýju einlægni undir listrænan aga eins og hans er von og vísa þá er útkoman engu að síður III TMM 1993:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.