Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 55
stöðu vísanir í trúarleg minni og sjálft kvæðið er byggt upp í anda kristilegrar bókmenntahefðar með píslargöngu Krists sem fyrirmynd. Jónas kallar dýrin „óvitringana ungu“ og þau eru aleiga drengsins sem hann er reiðubúinn að varpa frá sér, „óvitringana“ vill hann ala við jötu til þess að bæta fyrir sekt sína. Það er þó fyrst og fremst hin hreinguðfræðilega vísun í Abrahams dýrðardœmi sem sýnir svo ekki fer á milli mála að hér er verið að fjalla um guðfræði. Þessi vísun kemur reyndar dálítið hratt upp á lesandann og ekki laust við að hún hangi svolítið utan á kvæðinu, sem er ólíkt Jónasi. Um leið er þó ljóst að í þessari vísun er fólginn kjarni málsins, sjálft erindi kvæðisins. Hér verður reynt að færa rök fyrir því að Grátittlingurinn sé trúfræðilegt kennilcvæði; eins konar dæmisaga þar sem Jónas tekur til umfjöllunar ólíkar hugmyndir um kristinn dóm og túlkanir á Biblíunni sem voru áberandi í hans samtíma. Kvæðið geymir viðbrögð hans við þeirri guðfræðilegu um- ræðu og verður ekki skilið til hlítar nema í því samhengi. En þá þarf hins vegar að huga að tvennu; fyrst hinni ákaflega líflegu en jafnframt flóknu umræðu um guðstrú og guðfræði á fýrri hluta 19. aldar og svo hvernig þeirra sjái stað í hugleiðingum Jónasar sjálfs. Það er því óhjá- kvæmilegt að taka hér lítinn krók og rifja í örstuttu máli upp meginþætti guðfræðilegrar umræðu þessa tíma, enda ekki á hverjum degi sem lesendum þessa tímarits er boðið upp á umræðu um hæfilega úrelta guðfræði. II Nítjánda öldin hefur stundum verið kölluð „langa öldin“ með skírskotun til þess að hún hefjist í raun með frönsku byltingunni 1789, en ljúki ekki í raun fyrr en fýrri heimsstyrjöldin er gengin yfir árið 1919. Þessir tveir atburðir sem ramma inn öldina endurspegla ákaflega vel þróun hennar. Hún hefst með bjartsýnni viðleitni til umbóta á mannlegu félagi, einstaklingurinn uppgötvar smám saman mátt sinn og megin og telur sér um tíma flesta vegi færa. Þessum skemmtilega umbrotatíma lýkur síðan með miklum ósigri hinnar sterku trúar á mannlega skynsemi. Þessar umbyltingar í hugsun manna um sjálfa sig og samband manns og heims stefndu flestar í átt að auknu frelsi og hlutu því að einhverju leyti að beinast gegn kirkjunni sem hafði verið andlegt og veraldlegt yfirvald öldum saman. í upphafi 19. aldar gerist það síðan, sem kalla má nýtt, að menn leyfa sér í alvöru að vefengja hefðbundinn trúarboðskap kirkjunnar og áherslur hennar. Af þessu leiðir að guðfræði 19. aldar er að því leyti heillandi við- fangsefni að þar koma margir hlutir saman sem einkenna öldina. Þar takast menn á við það brýna verkefni að reyna að laga hinn trúarlega arf, hina TMM 1996:3 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.