Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 65
og áhrif hans á Fjölnismenn hefiir Matthías Johannessen einnig rætt í riti sínu
Um Jónas (1993), 125 o.áfr.
10 Hjalti Hugason, „Guðfræði og trúarlíf*, Upplýsingin á íslandi, Rvk (1990), 143.
11 Sjá Allan Green: Kierkegaard bland samtida, Kbh (1995).
12 Gagnrýni á Hegel var eitt meginstefið í skrifum Kierkegaards á ákveðnu tímabili.
Um Magnús, sjá grein Hafsteins Péturssonar, „Magnús Eiríksson“, Merkir íslend-
ingarV, (1951), 315-344. Andúð Fraters á Hegel var litlu minni hatri hans í garð
Martensens, enda taldi hann M. ganga erinda Hegels og vera þannig úlf í
sauðargæru. Benedikt Gröndal segir frá því í Dægradvöl að Frater hafi eitt sinn
séð að hann hafði mynd af Hegel uppi á vegg og ekki verið skemmt, kallað það
furðulegt að „hafa þennan andskota hangandi“ hjá sér. (Dægradvöl, 1965), 140.)
13 Eins og fyrr var getið yrkir Jónas hvert snilldarkvæðið af öðru á fyrstu mánuðum
ársins 1843. Þessa andrílds sér hins vegar lítinn stað í bréfúm hans. Þar ber hann
sig mest illa vegna peningaleysis, en einkum þó undan „afkáralegu fataleysi“.
(Ritverk Jónasar Hallgrímssonar IV, (1989), 361.)
14 Sjá t.d. Niels Thulstrup, „Indledning", Soren Kierkegaard, „Frygt og bæven“,
Gyldendal (1983), 9-10.
15 Meðal þess sem téður túlkunarmunur felur í sér er annars konar viðhorf til
frumburðar. Oft er þá vitnað til 2. Mósebókar 34, þar sem Guð segir m.a.: „Allt
það sem opnar móðurlíf er mitt, sömuleiðis allur fénaður þinn sem karlkyns er,
frumburðir nauta og sauða. En frumburði undan ösnum skaltu leysa með lambi.
Leysir þú ekki, skaltu brjóta þá úr hálsliðum. Aila frumburði sona þinna skaltu
leysa og enginn skal tómhentur koma fyrir auglit mitt.“
16 Það má láta sér detta það í hug að bæði Kierkegaard og Jónas ausi af sömu
áhrifakeldu, nú ókunnri og sem nánast ómögulegt er að spora uppi. Ég lagði
ýmsar spurningar um Kierkegaard og Abrahamsdæmið fyrir sérfræðinga á
Kierkegaardstofnuninni í Kaupmannahöfn og komust þeir sömuleiðis að nei-
kvæðri niðurstöðu; ekkert bendi til beinna tengsla eða áhrifa milli Kierkegaards
og Jónasar. (Sjá bréf Niels Jargens Cappelorns til P.V., 27 apríl 1995.) Hins vegar
var Abrahamsminnið auðvitað talsvert til umræðu á þessu umbrotatímabili í
guðfræði. Guðjón Skarphéðinsson benti mér á að trúlega hefðu skrif Englend-
ingsins Thomasar Chubb (1679-1747) vakið slíka umræðu í Kaupmannahöfn,
en einnig hafði t.d. Voltaire tekið eftirminnilega á sonarfórn Abrahams áður en
Kierkegaard skrifar sína bók.
17 Sjá Hjalta Hugason (1990), 122.
18 Jafnframt má túlka írónískar athugasemdir Jónasar um „játningar . . . sem við
eftir laganna boðum eigum að trúa“ og „trú á annarra manna skynsemi“, sem
vantrú á annarra manna forsjá í trúarefnum. Jafnvel má halda því fram að þarna
glitti í viðhorf í anda Kierkegaards um að trúin sé, þegar allt kemur til alls, bæði
einstaklingsbundin og einkamál.
19 Rétt er að vekja athygli á því að kvæði Jónasar er elsta dæmi Orðabókar Háskólans
um orðið „dýrðardæmi“. Það er því ekki ólíklegt að Jónas hafi búið það til,
hreinlega þýtt „Abrahams herlige eksempel“ úr dönsku til þess að nota í kvæðinu,
og er ljóst að sé þessi raunin styrkir það heldur túlkun mína um kvæðið sem
viðbragð við guðfræðilegri umræðu.
TMM 1996:3
63