Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Blaðsíða 70
við: „Laungu síðar setti ég saman skáldsöguna Sjálfstætt fólk þar sem allar hugmyndir fara vitandi vits í þveröfuga átt við Hamsun um vandamál bænda.“5 * * * Vandamál bænda — líklega hefur Hamsun þekkt þau betur á eigin skrokki en Halldór. Hann var fæddur 1859, og uppvaxtarár hans í Norður-Noregi voru mörkuð fátækt og basli, rétt einsog hann varð snemma að sjá fyrir sér með ýmiss konar daglaunamennsku og hafði því fjölbreytileg kynni af því sem menn kölluðu þá þegar „kreppu landbúnaðarins“. Snemmbærar til- raunir hans til að verða eitthvað í Ameríku mistókust sem kunnugt er, og sagt er að þar hafi hjarta hans slegið með svo gerólíkum utangarðshópum sem nýsigraðri yfirstétt Suðurríkjanna annars vegar og stjórnleysingjum stórborganna hins vegar.6 Hvorugur hópurinn átti upp á pallborðið í þeirri Ameríku sem Hamsun fýrirleit uppfrá þessu, og taldi algerlega menningar- snautt samfélag (má minnast þess að það er þangað sem Eleseus í Gróðri jarðar heldur og bregst með því föður sínum). Sú bók sem fremur en nokkur önnur birtir nýja öld í norrænum prósa, skáldsagan Sultur frá árinu 1890, bókin um „fínlegar sveiflur viðkvæmrar mannssálar“ einsog Hamsun orðaði það sjálfur í bréfi til Brandesar,7 verður heldur ekki talin lofsöngur um stórborgarlíf eða fjöldasamfélag. Samt er hetja hennar, nútímalegt taugabúnt svo aftur sé vísað til höfundarins, rekin áfram af einhverju því hungri sem maður getur ekki ímyndað sér að ísak frá Landbroti hefði getað satt með allri sinni jarðrækt. í Sulti birtist nýr tími skáldsögunnar, tími þar sem könnun sálarmyrkviða hefur leyst átök milli persóna af hólmi, tími þar sem gjáin milli skapgerðar og athafnar er að verða óbrúanleg, þar sem siðferðileg afstæðishyggja er komin í stað fastskorðaðs siðgæðismats — ekkert annað norrænt verk utan kannski Infernó Strind- bergs er jafn hreinræktað afsprengi fagurfræði aldarlokanna. Að þessu leyti er fyrsta skáldsaga Hamsuns, sagan þar sem hann vildi feta í fótspor Dostó- jevskís og fylgja sálinni allt að dyrum vítis, „nútímalegri“ en nokkurt það verk sem hann skrifaði síðar. Það sýnist óravegur frá Sulti til hinnar glaðbeittu afturhvarfshyggju í Gróðri jarðar. Að sönnu hafði Hamsun skrifað verk í millitíðinni þar sem gagnrýni nútíma siðmenningar er að nálgast fýrirlitningu, rétt einsog nátt- úran hafði tekið á sig skýrari mynd sem athvarf hrjáðra borgarsálna. Lotning Hamsuns fyrir náttúrunni birtist í Pan og Viktoríu, og með angurværum blæ líka í verkum einsog Den sidste glæde, en það er fyrst með Gróðri jarðar sem hún fær allt að útópíska mynd, jákvæða útmálun sem öðru fremur gladdi Nóbelsnefndina árið 1920. 68 TMM 1996:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.