Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 91
Slíkar spurningar eru auðvitað alveg fánýtar. Sagan verður aldrei sögð í viðtengingarhætti. Nógu er örðugt að gera sér grein fyrir því, sem gerðist, þó að ekki sé farið að bollaleggja um það sem hefði getað gerst ef eitthvað annað hefði gerst eða ekki gerst. En svo að ég svari spurningunum þá held ég að við hefðum þokast í átt til stjórnarfarslegs sjálfsforræðis vegnar þjóðernisrómantískra hugmynda og almennrar pólitískrar þróunar í Evrópu á 19. öld þó að starf Jóns Sigurðs- sonar hefði aldrei komið til, en sjálfsagt hefði sjálfstæðisbaráttan orðið með allt öðrum hætti. Ég held hins vegar að þingeyskt mannlíf hefði verið allt annað um síðustu aldamót án Benedikts á Auðnum. Þó var langt frá að hann mótaði það einn. Stundum, þegar menn leita skýringa á menningarrisi eða blómaskeiði, grípa þeir til efnahagslegra orsaka. Þá má heyra sagt sem svo: Menningar- og félagslíf blómstraði við Breiðafjörð fyrr en á öðrum svæðum því að fjörðurinn var matarkista og þar hafði fólkið ekki liðið sama skort og íbúar annarra byggðarlaga. Sama hefur reyndar mátt heyra um þingeysku bylgjuna sem menn rekja þá til Mývatnssveitar og þakka matargnótt silungs og sauðakjöts af Austurfjöllum. Eitthvað kann að vera hæft í því að langsoltinn lýður sé ekki líklegur til félagslegra eða menningarlegra afreka og sjá þurfi fyrir einhverri lágmarks fullnægingu lífsþarfanna áður en menn hefjast handa um listræna sköpun eða félagslega starfsemi. Hitt virðist þó mesta falskenning að efnahagsleg eða líkamleg velsæld ein og sér fæði sjálfkrafa af sér menningarlegt ris. Því fer fjarri að menning blómstri sérstaklega þar sem feitastir kjötkatlar sjóða. „Neyðin kennir naktri konu að spinna.“ Á þeim spakmælum hefjast ávarpsorð til lesenda í fýrsta hefti félagsblaðsins Ófeigs sem kom út í febrúar f 890 og þeir undirrita allir Benedikt á Auðnum, Pétur á Gautlöndum og séra Árni á Skútustöðum. Slíka töldu þeir rótina að stofnun Kaupfélags Þingeyinga og þeir héldu áfram: „Neyðin hefir kennt oss að spyrna gegn ánauð, ofríki og afvegaleiðslu innar dönsku selstöðu hjá oss og að sníða stakk eftir vexti.“ Heyrt hef ég þá kenningu og þykir hún nokkuð góð, að sérhver lýðhreyfmg vaxi af sárri þörf eða neyð. Fyrst rís fólk upp vegna þess sársauka sem bítur það sjálff. Næsta stig til þess að hreyfmgin nái fjöldafylgi er að klæða þörfina í búning hugsjónar. Það varð hið sögulega hlutverk Benedikts á Auðnum og samherja hans að klæða lífsþörf Þingeyinga í búning hugsjóna. Og það var hann öðrum fremur sem sneið búninginn að samtíma tísku evrópskra menningarþjóða. Það gerði hann með bókakaupum sínum, lestri þeirra og því töfrabragði, sem sem hann kunni, til að fá sýslunga sína til að lesa þessar bækur. TMM 1996:3 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.