Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Side 113
Guðbergur Bergsson Hugmyndir um fegurð Ég veit ekki með vissu fremur en aðrir hvað það merkir þegar sagt er: „Þetta er fagurt." Sé farið langt aftur í tímann til að leita að merkingunni er vert að geta þess að t.d. á tímum Hómers var ekki byrjað að fjalla um hugtakið fegurð með vitsmunalegum hætti heldur virtust ljóðskáldin tengja það hugmynd- um um kraft, getu og fullkomnum. Við íslendingar höfum ekki heldur velt fegurðinni vandlega fyrir okkur, hvorki í listum né t.d. hvað hegðun varðar. Við látum okkur venjulega nægja að tengja hana tilfmningum sem við berum eða teljum okkur bera til landslags, en heimahaganna öðru fremur. fslenskt fegurðarskyn er varla fjölskrúðugra en það sem við virðumst hafa erft um aldir og ævi úr Njálu, þegar Gunnar er látinn segja að sér þyki Hlíðin vera fögur. Síðan skilgreinir hann í meginatriðum ástæðuna, einkum hvað lit og áferð varðar, af því akrarnir eru bleikir og túnin slegin. Formin eru aftur á móti huglæg og lesandandans að ráða fram úr hvort þau eru hæðabungur, ferhyrnd eða hringlaga. í framhaldi af þessu er nokkuð augljóst hvaða innri áhrif fegurðin vekur: ást sem fjötrar. Hún verður til þess að Gunnar getur ekki slitið sig frá henni og farið. Þannig bindur hið ytra það sem innra býr; fegurðin fjötrar manninn við heimahaga sína. Yfir þetta höfum við sjaldan komist í listum og lífsmáta, hversu mikið sem þjóðfélagshættir okkar hafa breyst: fegurðarskynið tengist landslagi og tryggð. Þegar gripið er til orðanna: „Þetta er fagurt“ býr líklega að baki eitthvað sem bendir til þess að lögun eða hlutarins eðli hafi haft þau áhrif á huga mælandans að hann láti sér ekki nægja að hluturinn sé til heldur verður hann honum að einhverju leyti hjartfólginn. Kannski hefur útlit hans og smíð fallið saman við innihald og þau form sem voru fyrir í huga áhorfandans. En öðru fremur hefur mælandinn stillt hlutnum upp við eitthvað, venjulega sams konar en þó verri hlut sem hann telur vera ljótan. Án viðmiðunar og fundinnar hliðstæðu er engin skynjun til á fegurð. Segjum að í þessu tilviki sé um kaffikönnu að ræða. Við segjum: „Kannan er falleg!“ og þá er viðbúið að við höfum ósjálfrátt borið hana saman við aðra eða að minnsta kosti hugmynd okkar um hvernig könnur eiga að vera, annað hvort fallegri eða ljótari en sú sem við sjáum. Ef ekki væri til önnur TMM 1996:3 111 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.