Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1996, Síða 129
unnar sem orka frelsandi á lesandann. En nær væri að segja að sjálfsveran í textanum sé enn í mótun, að hún sé enn óorðin. Það opna í textanum er ekki að brjóta neitt niður heldur er fremur með því sýnt að samþætting ólíkra afla í heil- steypta, og þar með ef tO vill kúgandi, einingu er aldrei endanleg, né er hún eitthvað gefið. Festa einstaklingsins er aldrei annað en sjónarhorn á veruleik- ann sem ekki á sér neina verufræðilega tryggingu. Sjálfsveran er aldrei fullkom- lega „fyrir hendi“. Þær ráðgátur sem þessi „staðleysa“ merkingarinnar elur af sér skýrist eilítið þegar litið er nánar á „skilningsleysið" í sögunum. Skilningslömun I sögunni „Þreyta“ segir frá manni sem á í erfiðleikum með að vakna. Konan hans kemur og vekur hann. Hann sofnar aftur og dreymir draum um vígamann og þrjá turna umkringda gróð- urslungnu síki sem hann syndir yfir en kominn á bakkann andspænis fellur hann fyrir öxi berserksins. Hann vaknar úfinn og önugur og án þess að af honum sé létt drunganum. Hann sofnar aftur en: „Þegar hann vaknaði aftur var hann einn í húsinu. Hann kallaði, en fékk ekk- ert svar“ (bls. 63). I þessari sögu eru notuð fjölmörg boð sem undirstrika feigðargruninn. Konan minnist á að maðurinn, Ár- mann, liggi líkt og í líkkistustellingum, draumurinn er ónotalegur og ógnandi og minnst er á mosa sem vex inni í gömlum Land-Rover bílum en þegar upp er staðið þá er það ekki feigðin sem er það óhugnanlegasta við söguna. Það er fremur skilningsleysið á þreytunni sem vekur upp óhugnaðinn. ,Af hverju ertu svona þreyttur Ármann?“ spyr konan og maðurinn getur ekki svarað henni. Kon- an reynir að skýra þetta orðleysi á þann veg að maðurinn sé svo dulur: ,,„Þú ert svo dulur, að þó sjálfur andskotinn kæmi í heimsókn til þín, þá segðirðu engum frá því, ekki einusinni mér,“ sagði hún og brosti“ (63). En lesandinn trúir henni ekki. Orðleysi Ármanns um það sem bærist innra með honum sting- ur í stúf við drauminn sem veitir lesanda takmarkaðan en þó mikilvægan aðgang að hugsunum hans. Sjónarhorn kon- unnar og sjónarhorn draumsins birta tvær ólíkar myndir af þessu ástandi hans þó svo að hvorug túlki að endingu þreyt- una til fulls. Spor verða sýnileg, það fara fram samræður, en hvorki samræðurnar né táknin virðast fela í sér lykilinn að ástandi mannsins. Það má ef til vill túlka það sem einskonar aðdraganda dauðans eða þá sem dauðann sjálfan — maður- inn er að deyja án þess að vita það — en fyrst og síðast er þreytan manninum sjálfum óskiljanleg. Táknin sem búa í honum sjálfum og lýsa ástandi hans verða ekki skihn. Þau eru of yfirgengileg til að hægt sé að skilja þau. Sjálfsveran uppgötvar að tákn hennar eru ekki tákn heldur efni í tákn sem enn á effir að finna. Þegar Ármann vaknar að nýju er eins og hann vakni og sé einn í heimin- um. Að það sé ekkert að vakna til nema hann sjálfur og vitund hans. Þessi vandræði táknalestursins eru ekki síður áhrifamikil í öðrum sögum bókarinnar. Svo nokkur dæmi séu nefnd þá eru sögurnar „Frá morgni til kvölds", „Gamlar kvöldvökur", „Ferðasaga“, „Handaskil" og „Jarðgöngin“ hver um sig áhrifamikil dæmi um hvernig full- komið ráðleysi lesandans andspænis textanum opnar mikilvægan skilning á eðli þess að skilja ekki. Sögurnar hafa ekki fólginn í sér neinn brennipunkt þar sem ólíkir þræðir koma saman og varpa ljósi á merkingu þeirra en í þeim er hug- myndinni um ímyndaða heild heldur TMM 1996:3 127
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.