Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 8
Þröstur Ólafsson Þorleifur Einarsson, prófessor 29.08.1931-22.03.1999 Þótt Þorleifur Einarsson hafi ekki verið gamall maður þegar hann lést hafði hann engu að síður lokið að mestu æfistarfi sínu. Hann var kominn á það aldursskeið þegar umbrot og átök athafnaáranna eru að fjara út og menn geta horft fram á rólegri æfiár. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Þorleif. Það gustaði alltaf af honum, hvort heldur hann setti ff am vísindakenningar eða hafði með höndum félagsleg störf af einhverju tagi. Hann var oft umdeildur; var ákafamaður og unni sér ekki hvíldar meðan eitthvað var enn ógert. Þorleifur hugðist ljúka störfum sínum sem prófessor á næstunni og hafði lagt öll félagsleg störf á hilluna og skyldur þeim tengdar. Hann hugðist nú njóta ávaxtanna af frjóu og skapandi lífi, sem vissulega hafði oft verið átakasamt og erfitt, en skilið eftir drjúgt dagsverk. Hann og sambýliskona hans höfðu fest kaup á íbúð í Köln þar sem þau hugðust dvelja milli þess sem þau bjuggu hér. Það fer vel á því að deila tíma á milli þýskrar menningar og íslenskrar náttúru. Þetta er lífsmáti sem auðvelt er áð öfundast út í, þótt smekkur okkar Þorleifs fyrir Köln hafi ekki endilega farið saman. Þorleifur Einarsson fæddist í Reykjavík 29. ágúst 1931. Foreldrar hans voru Einar Runólfsson verkamaður ættaður úr Álftaveri og Kristín Þorleifsdóttir, en hún rakti ættir sínar til Stykkishólms. Þetta var í byrjun kreppunnar. Reykvískir verkamenn lifðu við kröpp kjör. Kaupgjald var lágt og atvinna stopul. Bernskuheimili Þorleifs fór ekki varhluta af þessu ástandi. Efnaleysið fylgdi honum raunar allar götur þar til hann hafði lokið námi og hafið störf sem háskólamenntaður maður. Úrræði verkamanna hér, eins og víða um heim, voru skilyrðislaus krafa um að þjóðfélagi sem gerði vinnufusa og duglega menn að bjargarlausum öreigum yrði að breyta. Segja má að Þorleifur hafi fengið sósíalísk viðhorf með kvöldmatnum og þau fylgdu honum æ síðan. Hann tók afstöðu með þeim sem voru rangindum beittir eða áttu í vök að verjast, hvort heldur það voru einstaklingar, þjóðir eða í öðru samhengi íslensk náttúra. 6 www.mm.is TMM 1999:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.