Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Qupperneq 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Qupperneq 33
MINNISVARÐl PÚSHKÍNS skáldið lítilsvirða hörpu sína með því að tyfta „illsku ykkar og heimsku" enda nóg ráð önnur til þess. Við skáldin, segir svo í lok kvæðisins, erum ekki fædd til að gæta ykkar hags eða standa í bardögum heldur „til andagiftar, til ljúfra hljóma og bænahalds." Hér virðist ekkert fara á milli mála: Púshkín vísar af heift frá sér nytsemdarkröfum (talaði ekki sá illkvittni Búlgarín um að hann hefði aldrei komið í orð „nytsömum sannleika“?) og segir: Áhyggjur lýðsins koma okkur skáldum ekki við, við erum „synir himnanna“ í æðri þjónustu. Engar sættir í boði, ekki einu sinni um að skáldskapur geri menn ögn skárri en þeir annars væru (göfgi hjartalag manna) - hvað þá að hann fari með þarfa lærdóma. En í fjórða erindi Minnisvarðans er sem Púshkín taki aftur þennan harða dóm. Hann segir - og hér fer á eftir einskonar bókstafsþýðing svo færra fari á milli mála: Og lengi verð ég þjóðinni (alþýðunni) kær vegna þess að með hörpu minni vakti ég góðar kenndir að á minni grimmu öld lofaði ég frelsið og bað þeim föllnu vægðar. Hér er að sönnu ekki játast undir einhverskonar grófa nytjahyggju sem lætur skáldið keppast við að bæta daglegt siðerni manna með kennivaldi sínu. En Púshkín telur engu að síður að skáldskapur hans styrki það góða hugarfar sem hlýtur að vinna gegn því hugleysi, vanþakklæti og hjartakulda sem getið er um í „Skáldið og skríllinn.“ Og hann vísar ekki lengur frá sér „bardögum“ tímans, hann telur sér það til ágætis að hafa lofað frelsið og beðið „þeim fót- umtroðnu góðs“. Hér er komið að miklu efni og margþættu: skáldi og valdi, og um leið - með beinum og óbeinum hætti - að svari Púshkíns við þeim ásökunum sem fr eklegast eru settar fr am í níði Búlgaríns og hans nóta um skáldið sem stærir sig af frelsisást en skríður fyrir höfðingjum. Vissulega hafði Púshkín lofað frelsið. Hann var aðeins átján ára þegar hann orti Volnostj. Oda. (Óður til frelsisins) Þar er réttlætt og um leið lýst ótta við blóðugt uppgjör við einvalda og harðstjóra. Dæmi eru tekin bæði af frönsku byltingunni og morði Páls keisara fýrsta og mælt með því að „lögin“ verði sett í hásæti ofar konungum - m.ö.o. að hendur þeirra verði bundnar með stjórnarskrá réttarríkis. Þetta kvæði varð öðru fremur til þess að Alex- ander fyrsti, sonur Páls, sendi Púshkín í útlegð. Og það varð eitt af mörgum verkum skáldsins sem ekki gat komið á prent fyrr en eftir hans dag en gekk milli manna í afskriftum - eins og mörg kvæði Akhmatovu, Mandelstams og Pasternaks á sovéttíma rússneskrar sögu. Púshkín orti nokkru síðar kvæðið Derévnja (í sveitinni) - fyrri hlutinn er um sæla og uppbyggilega einveru í TMM 1999:2 www.mm.is 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.