Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 37
MINNISVARÐI PÚSHKÍNS
hann virðir andagift mína, hann hefur frelsað mína hugsun, hann hefur
„blásið lífi í Rússland með stríði, vonum og afrekum.“
En þótt finna megi slík og þvílík dæmi (einkum frá árunum 1826-1831)
um „raunsæi“ og stórveldishyggju sem hallast að því að samþykkja sjónar-
mið þeirra sem með æðsta vald fara, þá verða þau ekki til stórvansa skáldi
okkar. Það verður Púshkín til góðs, að hann verður fljótt fyrir vonbrigðum
með keisarann og vafasama velgjörninga hans. Hann komst snemma að því,
að það voru ekki forréttindi heldur byrði að keisarinn tók að sér að ritskoða
verk hans sjálfúr. I raun þýddi þetta, að skáldið þurfti að standa í niðurlægj-
andi bréfaskriftum við Benkendorf, yfirmann Þriðju deildar (þeas. leynilög-
reglunnar), sem bar á milli keisara og skálds athugasemdir og óskir um
styttingar og breytingar á handritum og sumar ekki smávægilegar. Til dæmis
hafði Nikulás fyrsti illan bifur á sögulegu leikriti, Boris Godúnov, sem
Púshkín hafði lokið við árið 1825, vegna þess að þar var fjallað um „óeirða-
tíma“ um aldamótin 1600 - og keisarinn fann í verkinu háskalegar hliðstæð-
ur við uppreisn dekabrista. Vildi keisarinn að leikritinu yrði breytt í
skáldsögu „í anda Walters Scotts.“ Púshkín varðist fimlega („það er mér um
megn að breyta því sem ég hefi skrifað") en fékk ekki að koma verkinu á
prent fyrrr en 1830. ( P. X, 224,694). Sjálfur strikaði Nikulás út úr kvæðum
skáldsins jafnvel ofur meinleysislega hluti eins og samanburð á tveim höfuð-
borgum í söguljóðinu Koparriddarinn, en þar var Moskvu líkt við virðulega
keisaraekkju en Pétursborg við unga drottningu. (P. IV, 574).
Benkendorf og keisarinn vildu gjarna nota skáldið, eins og fram kemur
m.a. í bréfi leynilögreglustjórans til húsbónda síns: „(Púshkín) er að vísu
mesti ónytjungur en ef takast mætti að stýra penna hans og ræðu þá væri
fengur að því.“24 Það kemur víða ff am - í dagbókarbrotum, bréfum og undir
rós í kvæðum, að Púshkín gerir sér grein fýrir þessum tilgangi valdsins og
hann gerir sitt til að koma sér í meiri fjarlægð frá hásætinu en verið hafði um
skeið, og slá þar með vörn um sjálfstæði sitt og sjálfsvirðingu. Þegar hann svo
er gerður að kammerherra við hirðina í árslok 1833 þykir honum lítill sómi
að og reynir sem best að komast hjá þeim hirðmannsskyldum sem honum
voru síst að skapi. Keisarinn og Benkendorf komust að sínu leyti að þeirri
niðurstöðu að lítt væri á skáldið að treysta. Púshkín var synjað um leyfi til að
ferðast til útlanda.25 Og ritskoðun var aldrei aflétt. Til dæmis kom það kvæði
sem látið er halda þessum greinarstúf saman, Minnisvarðinn, ekki fyrir sjón-
ir almennings fýrr en 1841, fjórum árum eftir andlát Púshkíns. Og þá kom
skáldið Zhúkovskij kvæðinu gegnum ritskoðun með tveim breytingum eða
öllu heldur fölsunum. Hann setti „sigursúlu Napóleons“ í staðinn fyrir „Al-
exanders miklu blökk“ - skáldið mátti ekki þykjast meiri en minnisvarði um
rússneskan keisara! Og það sem meira var, ljóðlínan sem segir að skáldið sé
TMM 1999:2
www.mm.is
35