Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Qupperneq 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Qupperneq 37
MINNISVARÐI PÚSHKÍNS hann virðir andagift mína, hann hefur frelsað mína hugsun, hann hefur „blásið lífi í Rússland með stríði, vonum og afrekum.“ En þótt finna megi slík og þvílík dæmi (einkum frá árunum 1826-1831) um „raunsæi“ og stórveldishyggju sem hallast að því að samþykkja sjónar- mið þeirra sem með æðsta vald fara, þá verða þau ekki til stórvansa skáldi okkar. Það verður Púshkín til góðs, að hann verður fljótt fyrir vonbrigðum með keisarann og vafasama velgjörninga hans. Hann komst snemma að því, að það voru ekki forréttindi heldur byrði að keisarinn tók að sér að ritskoða verk hans sjálfúr. I raun þýddi þetta, að skáldið þurfti að standa í niðurlægj- andi bréfaskriftum við Benkendorf, yfirmann Þriðju deildar (þeas. leynilög- reglunnar), sem bar á milli keisara og skálds athugasemdir og óskir um styttingar og breytingar á handritum og sumar ekki smávægilegar. Til dæmis hafði Nikulás fyrsti illan bifur á sögulegu leikriti, Boris Godúnov, sem Púshkín hafði lokið við árið 1825, vegna þess að þar var fjallað um „óeirða- tíma“ um aldamótin 1600 - og keisarinn fann í verkinu háskalegar hliðstæð- ur við uppreisn dekabrista. Vildi keisarinn að leikritinu yrði breytt í skáldsögu „í anda Walters Scotts.“ Púshkín varðist fimlega („það er mér um megn að breyta því sem ég hefi skrifað") en fékk ekki að koma verkinu á prent fyrrr en 1830. ( P. X, 224,694). Sjálfur strikaði Nikulás út úr kvæðum skáldsins jafnvel ofur meinleysislega hluti eins og samanburð á tveim höfuð- borgum í söguljóðinu Koparriddarinn, en þar var Moskvu líkt við virðulega keisaraekkju en Pétursborg við unga drottningu. (P. IV, 574). Benkendorf og keisarinn vildu gjarna nota skáldið, eins og fram kemur m.a. í bréfi leynilögreglustjórans til húsbónda síns: „(Púshkín) er að vísu mesti ónytjungur en ef takast mætti að stýra penna hans og ræðu þá væri fengur að því.“24 Það kemur víða ff am - í dagbókarbrotum, bréfum og undir rós í kvæðum, að Púshkín gerir sér grein fýrir þessum tilgangi valdsins og hann gerir sitt til að koma sér í meiri fjarlægð frá hásætinu en verið hafði um skeið, og slá þar með vörn um sjálfstæði sitt og sjálfsvirðingu. Þegar hann svo er gerður að kammerherra við hirðina í árslok 1833 þykir honum lítill sómi að og reynir sem best að komast hjá þeim hirðmannsskyldum sem honum voru síst að skapi. Keisarinn og Benkendorf komust að sínu leyti að þeirri niðurstöðu að lítt væri á skáldið að treysta. Púshkín var synjað um leyfi til að ferðast til útlanda.25 Og ritskoðun var aldrei aflétt. Til dæmis kom það kvæði sem látið er halda þessum greinarstúf saman, Minnisvarðinn, ekki fyrir sjón- ir almennings fýrr en 1841, fjórum árum eftir andlát Púshkíns. Og þá kom skáldið Zhúkovskij kvæðinu gegnum ritskoðun með tveim breytingum eða öllu heldur fölsunum. Hann setti „sigursúlu Napóleons“ í staðinn fyrir „Al- exanders miklu blökk“ - skáldið mátti ekki þykjast meiri en minnisvarði um rússneskan keisara! Og það sem meira var, ljóðlínan sem segir að skáldið sé TMM 1999:2 www.mm.is 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.