Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 45
NOKKUR ORÐ TIL MINNINGAR UM JÓN ÓSKAR um fannst þetta óþægilegt og hann átti það til að lokast inni í skel sinni um stundarsakir og ekkert athugavert við það. Leit að silungi Úr því minnst er á sérstakt mataræði dettur mér í hug eftirminnileg leit okk- ar fpgurra ferðafélaga að silungi handa Jóni haustið 1987 í París. Kvöldið áður höfðum við fjórir gengið út úr lestinni frá Lúxembúrg á Gare du Nord; Sigfús Daðason, Pétur Gunnarsson og við Jón. Sigfús var að koma í fyrsta skipti til Parísar í ein tuttugu og fimm ár en þeir Jón höfðu lengi átt París að vettvangi kunningsskapar og vináttu. Við fórum beint niðrá Montparnasse og settumst inn á La Coupole. Þarna var Sigfús einhvern veginn kominn í rétt samhengi og Jón Óskar líka. Mér fannst þeir skynja þetta báðir og það gladdi þá mjög að færast ein þrjátíu ár aftur í tímann. Léttúðin ríkti og þeim mun meir sem menn voru alvarlegri að upplagi. Ég hafði aldrei fyrr séð Sigfús Daðason jafn glaðan; það er kannski ofmælt að hann hafi verið í stöðugu hláturskasti en þau voru samt nokkur. Meðal annars sem gladdi hann á þessu ferðalagi okkar var að fá staðfestingu á því að Jón væri óbreyttur., Jón breyt- ist aldrei“ sagði hann og andvarpaði af feginleik. Ekki minnkaði gleði Sigfúsar um hádegi daginn eftir þegar fram kom hjá Jóni að nú væri silungur það eina sem hann gæti borðað. Silungur var vand: fundinn á veitingahúsunum og við þurftum að ganga lengi þar til við fund- um loks sársvangir og göngulúnir rándýran veitingastað sem var með silung á boðstólum. Að máltíð lokinni spurðum við Jón hvernig silungurinn hefði bragðast, stoltir eins og foreldrar sem hafa lagt eitthvað mikið á sig fyrir barn sitt. „Hann var sæmilegur, sagði Jón, en þessi sósa með honupr var afleit.“ Þá setti mikinn hlátur að Sigfúsi og hann endurtók setninguna frá kvöldinu áður: „Jón breytist aldrei". Suðurí Sens Það er betra að kynnast mönnum einum en í hópi og haustið 1993 vorum við tveir saman lengi vel á ferð okkar um hinar dreifðu byggðir Normandís með Caen sem lokatakmark. Og það var þarna, í Lisieux þar sem heilög Teresa var í Karmelklaustri og síðan í smáborginni sem heitir því undarlega nafni Sens, að mér fannst ég loks skynja djúpt viðkvæma lund hans og persónu. Jafn- framt gerði ég mér grein fyrir því hvað mér þótti í raun vænt um Jón og sömuleiðis hvað ritstörf hans á árum áður, bæði ljóð og þýðingar, voru mik- ils virði fyrir mig og mína kynslóð. Það fórst því miður fyrir að segja honum ffá því með formlegum hætti þarna suður í Sens og því geri ég það hér og nú. TMM 1999:2 www.mm.is 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.