Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 46
Jón Óskar Blíðan í augum hennar Það var í aprílmánuði 1945, að ég heyrði móður mína segja við föður minn: Þú verður að fara til læknis, væni minn, þetta dugar ekki lengur. Það er ósköp að sjá hvað þú hefur horast, - og þessar þrautir sem þú ert alltaf að fá innvortis, það er ekki almennilegt, - þú verður að fara til læknis, þú mátt bara til. Já, sagði faðir minn, ætli ég verði ekki að gera það. Ég horfði á föður minn. Hann var um fimmtugt og hafði verið vel á sig kominn síðustu árin, hafði jafnvel tekið að safna á sig dálítilli fitu, annars knálega vaxinn maður. Ég hafði ekki tekið eftir því að hann væri farinn að horast. Nú sá ég það. Þetta var undarlegt. Faðir minn hafði verið sjómaður allt frá unglingsaldri þangað til um hálffimmtugt, að hann fékk hæga vinnu í landi. Frá því fyrst ég mundi eftir honum og þangað til nokkru eftir að hann fór að vinna í landi, hafði hann verið horaður. Flestir sjómenn voru horaðir í sjávar- plássinu mínu, að minnsta kosti grannvaxnir margir og skarpleitir í andliti. Faðir minn var skarpleitur í andliti og toginleitur þangað til skömmu eftir að hann fór að vinna í landi, en þá fítnaði hann og varð unglegri en hann hafði lengi verið. Hann gat horft björtum augum til framtíðarinnar og elliáranna, þegar að þeim kæmi. En þá fór hann að horast um leið og hann byrjaði að fá einhverjar þrautir innvortis, hætti að hafa lyst á mat, hélt honum ekki heldur niðri í sér, þegar til lengdar lét, og þó tók ég ekki eftir neinu fyrr en móðir mín sagði: Þetta gengur ekki. Þú verður að fara til læknis. Og faðir minn fór til læknis. Það var í miðjum aprílmánuði 1945 og skammt til loka heimsstyrj- 44 www.mm.is TMM 1999:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.