Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Síða 49
BLÍÐAN 1 AUGUM HENNAR
Ég tók leigubíl heim með föður minn, en á heimleiðinni gat ég ekki
annað en séð íyrir mér þetta samúðarfulla augnaráð stúlkunnar, og
þegar ég fór að hugsa um augnaráð hennar, sá ég fyrir mér fótleggi
hennar aftan frá, einsog ég sá þá, þegar hún fór út úr lyftunni, fagur-
skapaða fótleggi. Um þær mundir tíðkaðist mjög, að ungar stúlkur
klæddust þröngum drögtum, námu pilsin flest við hnésbætur, og
þannig var hún klædd, þessi stúlka, að sloppurinn hennar náði ekki
niður fyrir pilsfaldinn, svo ég sá vel hvernig fótleggir hennar voru lag-
aðir, þegar hún gekk út úr lyftunni og það stríkkaði á pilsfaldinum,
þegar hún hreyfði sig, svo sást upp fyrir hnésbætur. En þetta var ekki
sú tegund af fegurð sem ég vildi hugsa um, þegar ég var að sækja föður
minn dauðvona á spítalann, og því reyndi ég að hrinda henni frá mér.
Það var komið fram í ágúst, þegar ég sótti föður minn á spítalann, og
nú voru liðnir tveir mánuðir frá því friður komst á í Evrópu og
skrímslið mikla og grimma var að velli lagt.
Haustið var fagurt í miðbæ Reykjavíkur. Jafnvel myndirnar úr
fangabúðum nazista gátu ekki komið í veg fyrir að fegurð þessi hefði
áhrif á mig. Haustið er mín árstíð. Á haustin verð ég ástfanginn af
hverri fallegri stúlku - og af sjálfri fegurðinni. í sannleika sagt eru þá
allar stúlkur fallegar. Því var það, að meðan faðir minn var að staulast
um húsið og verða horaðri og horaðri og ekkert líkur stæltum sjó-
manni lengur, varð mér öðru hverju hugsað til ungu hjúkrunarkon-
unnar sem horfði á mig í lyftunni svo ástúðlegum samúðaraugum og
svo alvarleg á svipinn, þegar ég var að sækja föður minn á spítalann,
því hún vissi að hann var að deyja og hlaut að sjá að ég var sonur hans.
Ég lék í danshljómsveit nokkur kvöld í viku, en einnig var ég farinn
að gefa mig að bókmenntum og skrifa smásögur sem ég las upp á
fundum í Félagi ungra kommúnista og var talinn bestur af þeim ungu
höfundum sem eitthvað skildu í sögulegri þróun og díalektískri efnis-
hyggju. Ég var í augum vinstri sinnaðra menntamanna upprennandi
ritsnillingur.
Það var eitt kvöld, þegar ég kom heim eftir að hafa lesið eina af smá-
sögum mínum fyrir unga kommúnista við mikla hrifningu, að ég
bauð föður mínum að leika fyrir hann á píanóið nokkur alþýðulög.
Líklega minntist ég þess, að það var hann sem hafði lánað mér fé til að
kaupa hljóðfærið. Hann sat í djúpum hægindastól og við brjóst hans lá
bók sem hann hafði verið orðinn þreyttur á að lesa. Hann tók því feg-
47
TMM 1999:2
www.mm.is