Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Qupperneq 49

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Qupperneq 49
BLÍÐAN 1 AUGUM HENNAR Ég tók leigubíl heim með föður minn, en á heimleiðinni gat ég ekki annað en séð íyrir mér þetta samúðarfulla augnaráð stúlkunnar, og þegar ég fór að hugsa um augnaráð hennar, sá ég fyrir mér fótleggi hennar aftan frá, einsog ég sá þá, þegar hún fór út úr lyftunni, fagur- skapaða fótleggi. Um þær mundir tíðkaðist mjög, að ungar stúlkur klæddust þröngum drögtum, námu pilsin flest við hnésbætur, og þannig var hún klædd, þessi stúlka, að sloppurinn hennar náði ekki niður fyrir pilsfaldinn, svo ég sá vel hvernig fótleggir hennar voru lag- aðir, þegar hún gekk út úr lyftunni og það stríkkaði á pilsfaldinum, þegar hún hreyfði sig, svo sást upp fyrir hnésbætur. En þetta var ekki sú tegund af fegurð sem ég vildi hugsa um, þegar ég var að sækja föður minn dauðvona á spítalann, og því reyndi ég að hrinda henni frá mér. Það var komið fram í ágúst, þegar ég sótti föður minn á spítalann, og nú voru liðnir tveir mánuðir frá því friður komst á í Evrópu og skrímslið mikla og grimma var að velli lagt. Haustið var fagurt í miðbæ Reykjavíkur. Jafnvel myndirnar úr fangabúðum nazista gátu ekki komið í veg fyrir að fegurð þessi hefði áhrif á mig. Haustið er mín árstíð. Á haustin verð ég ástfanginn af hverri fallegri stúlku - og af sjálfri fegurðinni. í sannleika sagt eru þá allar stúlkur fallegar. Því var það, að meðan faðir minn var að staulast um húsið og verða horaðri og horaðri og ekkert líkur stæltum sjó- manni lengur, varð mér öðru hverju hugsað til ungu hjúkrunarkon- unnar sem horfði á mig í lyftunni svo ástúðlegum samúðaraugum og svo alvarleg á svipinn, þegar ég var að sækja föður minn á spítalann, því hún vissi að hann var að deyja og hlaut að sjá að ég var sonur hans. Ég lék í danshljómsveit nokkur kvöld í viku, en einnig var ég farinn að gefa mig að bókmenntum og skrifa smásögur sem ég las upp á fundum í Félagi ungra kommúnista og var talinn bestur af þeim ungu höfundum sem eitthvað skildu í sögulegri þróun og díalektískri efnis- hyggju. Ég var í augum vinstri sinnaðra menntamanna upprennandi ritsnillingur. Það var eitt kvöld, þegar ég kom heim eftir að hafa lesið eina af smá- sögum mínum fyrir unga kommúnista við mikla hrifningu, að ég bauð föður mínum að leika fyrir hann á píanóið nokkur alþýðulög. Líklega minntist ég þess, að það var hann sem hafði lánað mér fé til að kaupa hljóðfærið. Hann sat í djúpum hægindastól og við brjóst hans lá bók sem hann hafði verið orðinn þreyttur á að lesa. Hann tók því feg- 47 TMM 1999:2 www.mm.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.