Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 50
JÓN ÓSKAR
insamlega að ég léki fyrir hann og dauft bros kom á andlit hans, en
þegar ég horfði á hann, þar sem hann sat samanhnipraður í hæginda-
stólnum, tálgaður og torkennilegur og mjósleginn á skrokkinn, flaug
mér í hug mynd úr fangabúðum nazista (hvað var söguleg þróun? var
þetta hvorutveggja söguleg þróun, eða söguleg nauðsyn, einsog stund-
um var komist að orði?) og ég hrinti þessu ffá mér og um leið sá ég fyrir
mér stúlkuna í lyftunni og fagurskapaða fótleggi hennar aftan ffá.
Ég leit ekki á föður minn meðan ég var að leika fyrir hann lögin, en
ég heyrði hann stundum raula með og ég fann að hann hafði ánægju af
þessu, en eftir að ég hafði leikið nokkra hríð, bað hann mig að styðja
sig fram, því hann þyrfti að fara á salerni.
Ég gekk til hans og tók undir herðar honum til að hjálpa honum að
standa upp úr hægindastólnum, því ég hugsaði með mér, að það þyrft i
oft að taka vel á til að hafa sig upp úr þessum djúpu stólum. Síðan tók
ég laust um hann miðjan til að styðja hann fram á salerni, en þá ætlaði
hann um koll, svo ég tók eldsnöggt fastar utan um hann og fékk um
leið ákafan hjartslátt og hugsaði með mér: Þessi sterki maður! en hann
sagði við mig hálfhlæjandi: Þú verður að taka fastar á, ef þú ætlar að
styðja mig. Það var sjómannshlátur sem ég heyrði. Og ég sá hann fyrir
mér úti á hafi í stórsjó að bjarga mannslífum, en nú gat enginn bjargað
honum. Þannig sá ég hann fyrir mér meðan ég var að styðja hann fram
á salerni.
Krabbamein, hugsaði ég. Hvílíkur viðbjóður.
Kvöldið eftir fór ég á sellufund í Félagi ungra kommúnista og það
ríkti mikil bjartsýni á fundinum. Félagar mínir sögðu, að nú væru
þjóðir Evrópu frelsaðar undan oki auðvaldsins og fasismans og
framundan væri sósíalismi og dýrðleg tíð. Stríðið hefði bara verið
þáttur í sögulegri þróun.
Ég var innilega sammála og hrifinn af bjartsýni félaga minna, en
hugsaði þó um föður minn. Var það líka þáttur í sögulegri þróun? Ekki
mundi faðir minn fá að sjá þá dýrð sem við ættum í vændum, og hafði
hann þó margfaldlega til þess unnið.
Nokkru seinna voru kraftar föður míns á þrotum og hann fór ekki
lengur framúr rúmi. Hann nærðist ekki nema á seyði eða vatni og
stundum hélt hann því ekki niðri. Deyfandi töflur áttu að lina þrautir
hans, en voru hættar að gagna. Hann var orðinn einsog beinagrind-
urnar í blöðunum, þar sem voru myndir úr fangabúðum nazista,
48
www.mm.is
TMM 1999:2