Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 53
BLÍÐAN í AUGUM HENNAR Ég gekk þegjandi út úr herberginu. Klukkan var að verða níu að morgni, en allt húsið enn í fasta svefni nema ég og móðir mín, því það var sunnudagur. Ég gekk inn í baðherbergið og fór að raka mig, en móðir mín kom í gættina þegar ég var að ljúka við raksturinn. Hún sagði: Ég er alveg hissa hvað þú ert sterkur. Ég sagði ekki neitt, en leit enn einu sinni á andlit mitt nýrakað í speglinum og sá andlit föður míns tálgað og torkennilegt og andlit úr fangabúðum Hitlers og andlit stúlkunnar með blíðlega augnaráðið í lyftunni. Söguleg þróun, hugsaði ég. Hvað er það annars? Þá heyrði ég móður mína segja: Þú hlýtur að vera þreyttur. Þú þarft að fara að sofa. Ég vissi, að hún mundi ekki sjálf fara að sofa, heldur mundi hún ganga að símatólinu og tilkynna lækninum lát föður míns og síðan mundi hún bíða. Ég horfði á hana og sagði: Þú þyrftir frekar sjálf að fara að sofa. Ég ætla að fá mér göngu. Ég fór í frakkann minn og gekk út. Ég vissi að það væru opnar kaffi- stofur niðri í Hafnarstræti, þó sunnudagur væri, því þangað komu hafnarverkamenn að fá sér kaffi, sömuleiðis timbraðir menn og rónar. Ég gekk inn í eina sjoppuna, þar sem menn ýmist stóðu við barborð eða sátu við lítil tveggja manna borð, því þarna var þröngt. Ég fékk mér kaffi og vínarbrauð og settist við lítið borð við vegginn vinstra megin, þegar inn var komið, en þarna var svo þröngt að það voru ekki nema þrjú skref yfir að veggnum hægra megin. Hversvegna hafði ég verið að hugsa um stúlkuna og fótleggi hennar meðan faðir minn var að deyja? Ég hefði getað hugsað um svo margt annað, einsog til dæmis hvað hægt yrði að gera eftir byltinguna, þegar fundin yrðu ráð til að lækna krabbamein, - og öll önnur mein. Og ég segi ekki, að ég hafi ekki hugsað um það, jú, ég gerði það, og stríðið og sögulega þróun og díalektíska efnishyggju, - en það var ekki til neins, það var ekki til neins. Ég ætlaði að fara að bíta í vínarbrauðið, þegar mér varð litið til hlið- ar og sá þá lágvaxinn mann í verkamannafötum sitja við næsta borð upp við vegginn hægra megin, svo sem tvö skref frá mér. Hann hallaði bakinu að veggnum og horfði á þá sem inn komu og út fóru. Ég kann- aðist við þennan verkamann í sjón, því hann kom oft í þessar verka- mannakaffistofur, þar sem ég fékk mér stundum kaffi, enda sást hann TMM 1999:2 www.mm.is 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.