Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 61

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 61
ÞAÐ ER UM MANNINN AÐ TEFLA Jónatansdóttur, en þetta er víst hópurinn sem nú kallast „Atómskáldin" og er þó tveimur síðastnefndu oft sleppt af einhverjum ástæðum. Reyndar hef- ur Arnfríður ekki gefið út nema eina bók. En stríðinu var ekki lokið. Árið 1968 er Jón Óskar enn í París. Af næmi sínu skynjar hann fljótt hræringar nýrrar kynslóðar. Þá höfðu Bítlarnir bresku náð miklum vinsældum, en þeir fluttu „mun merkilegri tónlist en rokkarararnir“, en fleira var að gerjast. '68 kynslóðin var að hefja sína sögufrægu uppreisn. Töfraorðið popp greip fjár- málaveldið á loffi, en það var dregið af enska orðinu popular. Upp spratt sér- stætt fyrirbæri „en það var rafmagnaður gítar í sambandi við gífurlegan hljóðmagnara: ærandi málmkenndur hávaði“ með tilheyrandi dægurtext- um. Þetta hljómaði illa í eyrum skáldsins og tónlistarmannsins Jóns Óskars. Uppaf þessu reis stór bissness og stöðug framtakssemi ungs fólks úr háskól- unum sem streymdi útá göturnar með hávær mótmæli gegn kerfinu og stjórnvöldum þess. í byrjun var þetta réttlætisbarátta, en snérist síðan uppí ofbeldi, mannrán og morð, allt í nafni réttlætisins. Þessi uppreisn byrjaði víst í Bandaríkjunum og magnaðist ekki síst vegna andstöðu ungs fólks við stríð- ið í Viet Nam. Þaðan breiddist þetta útum helstu borgir hins vestræna heims. í Frakklandi hófst uppreisnin á því að 40 stúdentar í Nanterre, háskóla skammt utan Parísar tóku á sitt vald stjórnarbyggingu skólans í mars '68. „Kröfur þeirra voru þó einkum fyrir þá sjálfa: breytingar á fyrirkomulagi og kennslu í skólanum". Þannig var þetta gjarnan þrátt fyrir allan hávaðann, mannránin, hústökurnar og yfirlýsingarnar um frelsi og réttlæti og þrátt fyr- ir allan „marxismann" sem fólkið hafði í farangri sínum með tilvitnunum í Lenín, Stalín, Trotsky, Maó, Castró og píslarvottinn Che Guevara. Byltingin snerist mjög um fatatísku, hárgreiðslu, kynlíf og annað sem varðaði útlit og lífshætti fólks í háskólum. Þrátt fyrir frasana um verkalýðinn höfðu „bylting- armennirnir" engin tengsl við verkafólk. Sumir leiðtoganna gerðu sér grein fyrir þessu og reyndu að skapa slík tengsl t.d. með því að ráða sig í vinnu hjá frönsku bílaverksmiðjunum. Þetta bar þó engan árangur. Háskólafólkið og verkamennirnir skildu ekki hverjir aðra, m.a. grunuðu verkamennirnir menntamennina um græsku, þeir myndu aðeins nota þá tilað gera byltingu fyrir sjálfa sig. Og hvað kom ekki á daginn. Árið 1986 fór Danni rauði, einn frægasti leið- togi uppreisnarinnar í Evrópu, vítt um heim með sjónvarpsmenn að hitta helstu forsprakka og „skæruliða“ frá uppreisnartímanum, gerði sjónvarps- þætti og skrifaði bók. I New York hitti Danni (Daniel Cohn-Bendit) m.a. Jerry Rubin fýrrverandi róttækling sem á uppreisnartímanum var m.a. dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir óeirðir og mótmæli gegn stríðinu í Viet Nam. Tvær myndir eru af Jerry í bókinni. Önnur sýnir alskeggjaðan ungan mann að tala á útifundi með „ofstækisglampa í augum“. Hin sýnir sléttrak- TMM 1999:2 w w w. m m. ís 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.