Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 62
JÓN FRÁ pálmholti aðan miðaldra mann í jakkafötum og hvítri skyrtu með hálsbindi eins og kaupsýslumaður. Hann er einnig að tala í hljóðnema á fundi. Önnur mynd- in er frá 1968, hin frá 1985. Hvað sagði Jerry Rubin árið 1986? Danni hitti hann á „stórfenglegri vinnustofu hans á 23. hæð í New York með útsýni yfir Manhattan". Danni spurði hvort hann berðist ekki lengur gegn ríkinu. Því neitaði Jerry og sagði m.a. að: „Eina ráðið tilað berjast gegn ríkinu nú væri að koma í staðinn fyrir það“. Kynslóð sjöunda áratugarins væri orðin að hinum breiða fjölda níunda áratugarins. „Við erum ríkið“ sagði hann. Hversvegna berjast gegn sjálfum sér? Hann benti Danna á að tala við verkamennina og fátæklingana og sagði: Þeir vildu líka komast áfram í lífinu og kærðu sig ekki um byltingu. Það er okkar sagði hann að „finna upp heimspeki árangursins sem sameinar lýðræði og hugsjónastefnu“. Og Jerry opnaði skáp fullan af glösum og öskjum með vítamíni, málmsöltum o.fl. og sagðist aldrei borða ket eða neitt fitandi, „kvaðst hugsa um kroppinn á sér eins og hann væri bylt- ing“. Tilað koma sér áfram í Ameríku þarf að komast inn í fjármálakerfið. Jerry hafði fengið sér vinnu í Wall Street og lært á peninga. „Hversvegna ætt- um við svo sem að vera hrædd við peninga? spurði hann og greinilegt var að „hin sögulega bjartsýni" hafði flutt búferlum ffá Moskvu til New York. Við erum ríkið, sagði Jerry Rubin og átti við '68 kynslóðina sem nú stjórn- ar heiminum. Hvernig er umhorfs í þessum heimi? Við okkur blasir útþensla háskólanna og útþynning þeirra, einkum huglægu sviðanna. Yfirgangur fólks með pungapróf úr þessum skólum. Niðurbrot velferðarkerfisins og tröllvaxinn verðbréfamarkaður sem nú teygir arma sína um heiminn allan, með það eina markmið að ávaxta peninga. Jón Óskar sem vildi brúa kyn- slóðabilið, stóð frammifyrir hrikalegri breikkun þess en nokkru sinni fyrr. Uppreisn '68 kynslóðarinnar reyndist aðeins ómarkviss uppreisn skólafólks af efnuðum heimilum sem stefnt var gegn kennurum þeirra, foreldrum og ríkjandi viðhorfum þeirra m.a. stríðsrekstri og misrétti ýmsu með rætur í gömlum nýlendutíma. Það sýnist hafa átt sér lélega leiðtoga og ánetjaðist mjög fíkniefnum og útbreiddi þau, sem svo rugluðu það í ríminu ásamt marxismaffösunum fyrrnefndu. Effir sat ungt fólk með fordóma gegn for- eldrum sínum og kennurum. Þetta er mjög skýrt m.a. í ritdeilu sem Jón Ósk- ar átti í við Dagnýju Kristjánsdóttur þá nýbakaðan doktor í bókmenntum veturinn 1997-98. Af mikilli fáfræði og miklum hroka fjallar dr. Dagný um það sem hún kallar „menningarumræðu eftirstríðsáranna“, tíma sem hún greinilega þekkti aðeins af afspurn, en munaði þó ekki um að væna „atóm- skáldin" um bölsýni og kvenhatur - og rekur hvorttveggja til Jean-Paul Sar- tre og tilvistarstefnunnar! Úr þessari átt blés því ekki byrlega fyrir „atómskáldin“ og verk þeirra. Athyglisverð er frásögn Jóns Óskars af bók 60 www.mm.is TMM 1999:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.