Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Síða 69
Sigurður A. Magnússon
Ernest Hemingway
(1899-1961)
Ernest Millar Hemingway átti einhvern ævintýralegasta feril sem um getur, í
lífi jafnt sem list, og var löngu orðinn þjóðsagnapersóna um víða veröld þeg-
ar hann svipti sig lífi sumarið 1961, aðeins rúmlega sextugur. Ekki einasta var
hann meðal áhrifamestu rithöfunda aldarinnar, sæmdur Nóbelsverðlaun-
um árið 1954, heldur var hann svo fjölhæfur athafnamaður að leitun mun á
öðrum eins. Hann var meðal margs annars fréttaritari, sjúkraliði, hnefa-
leikamaður, nautabani, hermaður, fiskimaður, villidýraveiðimaður og ann-
álaður kvennamaður. Hann var einn örfárra manna á öldinni sem tóku
virkan þátt í fimm styrjöldum og slapp hvað eftir annað úr bráðum lífsháska,
stundum með nálega yfirnáttúrlegum hætti. Enda bar líkami hans mörg
ummerki ævintýralífsins sem hann lifði til hinstu stundar.
Hetjuskapur var honum í blóð borinn og hann kunni hvergi betur við sig
en í hita bardagans. Síðasta kona hans, Mary Welsh sem hann kvæntist 1945,
sagði um hann skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldar: „Hann er oftlega
bölvaður viðskiptis núna síðan stríðinu lauk. Sjáið þér til, hann á þess lítinn
kost að sýna hetjuskap á friðartímum.“ Þannig var hann ævilangt: ekkert
nema áhætta og athöfh fengu friðað órólega sál hans.
Sjúkraliðinn
Árið 1918 komst Hemingway fýrst í verulegt návígi við veröld athafna og af-
reka. Hann var 17 ára og jötunn að burðum þegar Bandaríkin skárust í leik-
inn í fyrri heimsstyrjöld, en mein í auga, sem hann hafði hlotið á
hnefaleikaæfingu, olli því að hann taldist ekki tækur í herinn. Hann beið
samt átekta og gerðist fréttaritari fyrir Kansas CityStar. Þegar hann fékk veð-
ur af liðssöfnun Rauða krossins í því skyni að fá unga og hrausta menn til að
aka sjúkrabílum á Ítalíu, þá beið hann ekki boðanna og lét umsvifalaust skrá
sig.
Þetta var vorið 1918 og meinsemdin á vinstra auga var álíka hemill og
snærisspotti uppí göldum fola. Hápunktur þessa fýrsta kafla í athafnasögu
Hemingways varð 8unda júlí sama ár. Hann hafði aðsetur á Norður-Ítalíu
TMM 1999:2
www.mm.is
67