Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 101
UPPLÝSING í GEGNUM ÞJÓÐSÖGUR
átta gegn hjátrú, m.a. trú á galdra. Svo er og í þessari sögu (bls. 178-90), og
bornar eru fram „vísindalegar" skýringar á ýmsu í veðurfari og lífríkinu (bls.
101 og 246), líffærafræði (bls. 217) og dýrafræði (bls. 242), meira að segja
syndaflóðið fær vísindalega skýringu (bls. 243). Ekki veit ég hversu út-
breiddar þessar skýringar hafa verið fýrir tveimur öldum, en þótt allt sé
útskýrt á náttúrulegan hátt, samkvæmt skynsemishyggju, þá eru þær fullar af
villum. Eins og títt var hjá Upplýsingarmönnum, þá er jafnframt skynsemis-
hyggju víða boðuð í sögunni guðstrú og góðir siðir. Enn má telja að aðalper-
sónan rekur hvernig hann getur margfaldað afl sitt með verkffæðikunnáttu
(talíu). Því er þó ekki lýst svo nákvæmlega að dugað gæti sem leiðsögn. ítar-
legar er því lýst hvernig fiskaflann mætti nýta betur með því að láta annars
óvirk börn og gamalmenni vinna úr því sem ella færi til spillis. Þetta er í stíl
við greinar í upplýsingarritum samtímans, svo sem Rit þess íslenska Lær-
dómslistafélags (1781-98). Lögð er áhersla á að réttaröryggi þurfi að tryggja,
m.a. óhlutdrægni dómara (bls. 339). Og raunar er boðskapur sögunnar enn
oft í fullu gildi, t.d. kvenréttindaboðskapur, sem mjög er áberandi í henni.
Mikilvægt er talið að konur fái menntun, einnig þegar þær ætli sér ekki emb-
ætti (bls. 242), en hæst settu dómarar í álfheimum eru raunar konur. Og
ógift stúlka getur orðið yfirboðari föður síns (bls. 168-9). Vegna misskiln-
ings er ung stúlka talin lauslát. Og það leiðir til þess að hún verður það, eftir
að hafa þjáðst vegna þessa óhróðurs. (bls. 46. -Síðar fáum við aðra túlkun, að
hún hafi í rauninni verið mjög skírlíf- þangað til hún hitti ómótstæðilega
aðalpersónu sögunnar!). Víðar er fjallað um skaðleg áhrif slúðurs (t.d. bls.
201-2) og um uppeldi (bls. 227). Oft er boðað frelsi í ástum. Þar sem konur
hafa jafneðlilega girnd á karlmönnum sem þeir á konum, hví skyldu þá ekki
konur sýna þessar tilfinningar sínar hreinskilnislega? (bls. 230). Ekki þarf
formlegt hjónaband, gagnkvæmt samþykki aðilja nægir, eins og eðlilegt er í
dýraríkinu (m.a. bls. 312). Fjölkvæni er talið eðlilegt - en slíkt gildi þó aðeins
fyrir karlmenn (bls. 313). Gerð er (s.st.) mjög veikburða tilraun til að skýra
misræmið: „Þó eru konur undanskildar þessu lögmáli því að þær [hafa ekki]
framar vald síns líkama eftir sem fyrr er sagt.“ María Anna Þorsteinsdóttir
hefur skrifað bók um Ólafssögu, og rekur þar m.a. (bls. 123-132) að
Upplýsingarmenn hafi oftast verið andvígir kvenréttindum. En kvenhyggja
Ólafssögu er annars svo róttæk - m.a. í því að telja greind erfast frá móður -
að María finnur áþekk dæmi svo snemma aðeins hjá samtímakonu Eiríks,
kvenréttindafrömuðinum Mary Wollstonecraft (móður Mary Shelley, sem
samdi söguna af Frankenstein), en ólíklegt er að Eiríkur hafi þekkt rit henn-
ar. María (bls. 133) telur hann því hafa kvenhyggjuna úr álfasögum, þar sem
konur eru vissulega oft mikilsmetnar.
Loks má greina áróður gegn mismunun kynþátta í sögunni. Ólafur hefur
TMM 1999:2
www.mm.is
99