Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 107
Guy de Maupassant
Tveir vinir
París var umsetin, matarlaus og minnti á mann sem er að gefa upp
öndina. Spörfuglarnir voru meira að segja orðnir sjaldgæfír á hús-
mænum og rottum fækkaði í holræsunum. Fólk lagði sér orðið hvað
sem var til munns.
Það var bjartur janúarmorgun og sér til hugarhægðar gekk Moris-
sot, er starfaði sem úrsmiður, en var annars öllum stundum heima,
dapur í bragði eftir breiðri virkisgötu, sem lá meðfram útjaðri borgar-
innar. Hann var með tóman maga og gróf hendurnar djúpt í vasana á
hermannabuxum Þjóðvarðliðsins. Skyndilega stansaði hann fyrir
framan félaga í Þjóðvarðliðinu, sem hann þekkti og var vinur hans.
Þetta var Sauvage, sem hann hafði kynnst í stangveiðinni.
Á hverjum sunnudegi fyrir stríð hélt Morissot af stað í morgunsárið
með bambusstöng í annarri hendi og á bakinu bar hann hvítan járn-
kassa.
Hann tók Argenteuil-lestina út til Colombes og fór þaðan fótgang-
andi út í Marante-eyju. Varla var hann kominn á þennan draumastað
sinn fyrr en hann settist og byrjaði að veiða; síðan dorgaði hann til
kvölds. Þarna hitti hann á hverjum sunnudegi lítinn, feitlaginn og
glaðlegan mann, Sauvage kaupmann í götu Vorrar Frúar frá Lorette
(gata í listamannahverfinu Montemartre í París) sem veiddi á stöng af
sömu ástríðu og Morissot.
Þeir eyddu oft heilu og hálfu dögunum hlið við hlið, með færið í
hendi sér og dingluðu fótunum yfír árstraumnum. Með þeim hafði
tekist vinátta.
Suma dagana ræddust þeir ekki við, en stundum röbbuðu þeir sam-
an. Án þess að segja nokkurn skapaðan hlut skildu þeir hvor annan á
aðdáunarverðan hátt, þar eð þeir höfðu sömu áhugamál og viðhorf.
Á vorin, eitthvað um tíuleytið á morgnana, þegar endurborin vor-
TMM 1999:2
www.mm.is
105