Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 110
GUY DE MAUPASSANT svæði. Þeir tóku til fótanna og þegar þeir höfðu komist niður að ár- bakkanum hnipruðu þeir sig saman bak við þurra rósarunna. Morissot lagði vangann að jörðu til þess að hlusta eftir hvort nokkur væri á ferli í nágrenninu. Hann heyrði ekkert. Þeir voru einir-aleinir. Þeim létti og fóru að veiða. Á móti þeim var mannlaus Maranteeyjan og þeir sáust ekki frá ár- bakkanum hinum megin. Litla húsið, notað sem veitingahús, var lok- að og það virtist hafa staðið autt og yfirgefið árum saman. Sauvage fékk fyrsta fiskinn. Morissot krækti í þann næsta og öðru hverju drógu þeir inn færið með spriklandi, silfurgljáandi smáfiski á króknum. Þetta var svo góð veiði að minnti helst á kraftaverk. Þeir settu fiskinn varlega í þéttriðinn netpoka, sem lá við fætur þeirra. Dásamleg gleði gagntók þá. Þessi sanna ánægja sem hríslast um menn, þegar þeir finna aftur gleðigjafa sem þeim þykir vænt um og hafa verið sviptir í langan tíma. Blessuð sólin varpaði heitum geislum á herðar þeirra; þeir heyrðu ekkert lengur; þeir hugsuðu ekki lengur um neitt annað og létu ekkert trufla sig; þeir veiddu á stöng. En skyndilega nötraði jörðin og neðan frá virtist koma þungt hljóð og dunur. Fallbyssan tók aftur að þruma. Morissot leit við og ofan við árbakkann til vinstri greindi hann Valé- rien- hæðina sem bar við himin, en ff emst í hæðinni spýttist út púður- reykur sem líktist hvítum fjaðurskúfi. Jafnskjótt þeyttist annað reykský efst úr virkinu og nokkrum augnablikum síðar drundi við ný sprenging. Síðan komu þær fleiri. Þessi andvörp dauðans þeyttust alltaf öðru hverju frá hæðinni og í logninu steig mjólkurhvítur reykur hægt upp til himins og myndaði ský yfir hæðinni. Sauvage yppti öxlum og sagði: „Þeir eru þá byrjaðir þarna uppfrá“. Morissot sem horfði spenntur á, að flotið á færinu fór hvað eftir annað í kaf, var skyndilega gripinn reiði hins friðsama manns gegn þessum vitfirringum sem voru að berjast og hreytti út úr sér: „Verður maður að vera brjálaður til þess að drepa sig þannig?“ Sauvage tók undir og sagði: „Þetta er verra en hjá skepnum11. Morissot sem var að landa hreisturglæsi, sagði ákveðinni röddu: „Og það verður ætíð þannig svo lengi sem það eru ríkisstjórnir“. Sauvage greip frammí fyrir honum: „Lýðveldisstjórn hefði ekki lýst 108 www.mm.is TMM 1999:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.