Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 110
GUY DE MAUPASSANT
svæði. Þeir tóku til fótanna og þegar þeir höfðu komist niður að ár-
bakkanum hnipruðu þeir sig saman bak við þurra rósarunna.
Morissot lagði vangann að jörðu til þess að hlusta eftir hvort nokkur
væri á ferli í nágrenninu. Hann heyrði ekkert. Þeir voru einir-aleinir.
Þeim létti og fóru að veiða.
Á móti þeim var mannlaus Maranteeyjan og þeir sáust ekki frá ár-
bakkanum hinum megin. Litla húsið, notað sem veitingahús, var lok-
að og það virtist hafa staðið autt og yfirgefið árum saman.
Sauvage fékk fyrsta fiskinn. Morissot krækti í þann næsta og öðru
hverju drógu þeir inn færið með spriklandi, silfurgljáandi smáfiski á
króknum. Þetta var svo góð veiði að minnti helst á kraftaverk.
Þeir settu fiskinn varlega í þéttriðinn netpoka, sem lá við fætur
þeirra. Dásamleg gleði gagntók þá. Þessi sanna ánægja sem hríslast um
menn, þegar þeir finna aftur gleðigjafa sem þeim þykir vænt um og
hafa verið sviptir í langan tíma.
Blessuð sólin varpaði heitum geislum á herðar þeirra; þeir heyrðu
ekkert lengur; þeir hugsuðu ekki lengur um neitt annað og létu ekkert
trufla sig; þeir veiddu á stöng.
En skyndilega nötraði jörðin og neðan frá virtist koma þungt hljóð
og dunur. Fallbyssan tók aftur að þruma.
Morissot leit við og ofan við árbakkann til vinstri greindi hann Valé-
rien- hæðina sem bar við himin, en ff emst í hæðinni spýttist út púður-
reykur sem líktist hvítum fjaðurskúfi.
Jafnskjótt þeyttist annað reykský efst úr virkinu og nokkrum
augnablikum síðar drundi við ný sprenging. Síðan komu þær fleiri.
Þessi andvörp dauðans þeyttust alltaf öðru hverju frá hæðinni og í
logninu steig mjólkurhvítur reykur hægt upp til himins og myndaði
ský yfir hæðinni.
Sauvage yppti öxlum og sagði: „Þeir eru þá byrjaðir þarna uppfrá“.
Morissot sem horfði spenntur á, að flotið á færinu fór hvað eftir annað
í kaf, var skyndilega gripinn reiði hins friðsama manns gegn þessum
vitfirringum sem voru að berjast og hreytti út úr sér: „Verður maður
að vera brjálaður til þess að drepa sig þannig?“
Sauvage tók undir og sagði: „Þetta er verra en hjá skepnum11.
Morissot sem var að landa hreisturglæsi, sagði ákveðinni röddu:
„Og það verður ætíð þannig svo lengi sem það eru ríkisstjórnir“.
Sauvage greip frammí fyrir honum: „Lýðveldisstjórn hefði ekki lýst
108
www.mm.is
TMM 1999:2