Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 119
SKÁLDSKAPUR Á SKÖKKUM STAÐ hjálparkokka sér til aðstoðar svo efast má um að verkin séu eftir hann sjálfan. Til skamms tíma stóðum við í þeirri trú að höfundarverk helstu málara okk- ar væri óvefengjanlegt. Bókmenntirnar eiga sér hinsvegar langa sögu villtra heimilda, allt frá leit- inni að höfundum íslendingasagnanna til módernískra leikja með höfund- argildið. Anonymous og Haraldur C. Geirsson, dulnefni tveggja þekktra ljóðskálda, breyttu ekki aðeins væntingum lesenda til textanna heldur höfðu áhrif á það hvernig þessir textar voru skrifaðir. Bæði skáldin hafa gert ráð fyr- ir að upp um sig kæmist á endanum en samt veita dulnefnin skálkaskjól og gera skáldunum kleift að skrifa allt öðruvísi en þau hefðu nokkru sinni skrif- að. Anonymous skrifaði móderníska texta og Haraldur C. einsog hann væri vesturheimskt trúarskáld. Goðsagnakennd ljóðabók á sjöunda áratug þessarar aldar var nokkurs- konar fölsun eða bókmenntagabb. Hún nefnist Þokur, var gefin út undir dul- nefninu Jón Kári5 og hlaut ágætar viðtökur. Fangamark höfundar prýðir forsíðuna: handarfar, einkennilega tvöfalt í roðinu. Sigurður A. Magnússon var meðal þeirra sem fór um bókina jákvæðum orðum og lét birta ljóð úr henni í Lesbók Morgunblaðsins.6 Það kom á daginn að Jón Kári samanstóð af tveimur ungum mönnum sem höfðu klambrað saman bókinni á tveimur kvöJdum yfir tafli, gott ef ekki glasi líka. Þeir höfðu fengið félaga sinn til að leika Jón Kára og bera handritið undir helstu menningarvita þjóðarinnar og skrifa niður jákvæð viðbrögð þeirra. Ljóðin voru órímuð nútímaljóð einsog „Andlátsfregn", sett upp í svörtum ramma: „Stúlka með sægræn augu/fékk sér þrjá Cointreau/ók síðan upp á Valhúsahæð/og dó.“ Þokurv ar ekki nógu gott gabb þó bókin sé vel úr garði gerð sem slík; ljóðin eru merkt stað á ártali og virðast samin í ýmsum evrópskum borgum á árun- um á undan; stundum eru þau býsna fengsæl og hitta í mark, það er að segja fanga klisjukennda hugsun einsog hún gerist verst. Að öðru leyti er bókin ff umleg, fýndin, skemmtileg - í of miklum mæli til að þjóna tilgangi sínum sem gabb. Það var heldur ekki ljóst hvort útgáfan átti að sýna fram á að menningarvitarnir hefðu ekkert vit á Ijóðlist eða að módernísk ljóð væru ómerkileg. Viðbrögð menningarvitanna voru ekki nógu jákvæð fyrir það fyrrnefnda og bókin var hreinlega ekki nógu léleg fyrir það síðarnefnda. „Ef þetta er góður og gildur skáldskapur, þá eru 90% þjóðarinnar góðskáld“, sögðu tvímenningarnir, glaðhlakkalegir. Gallinn var sá að þetta var góður, eða að minnsta kosti gildur skáldskapur; ferskur og hressilegur andblær fylgdi bókinni, tilraunir með uppsetningu voru gerðar í henni sem ekki hafði mikið borið á áður. Jón Kári var staddur á eftirlætisslóðum strúktúralistanna.Ætlun hans eða hvort hann var á annað borð til skiptir engu í augum strúktúralista; þeir TMM 1999:2 www.mm.is 117
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.