Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 122
HERMANN STEFÁNSSON
innar. Hann vildi mála hefðbundið verk með örlitlu fráviki sem á einhvern
hátt ógilti verkið sem slíkt. Frávikið fólst í litasamsetningunni en þeir bræð-
ur úr biblíunni eru ívið grænir að lit í verki Cristoforos, þeir standa grænir á
hörund á akri sínum.
Eitt er víst að ólíkari viðhorf var tæplega að finna hjá neinum nema
„bóndasyninum“ íslenska, Hallgrími. í orðaforða hans var orðið eftirlíking
ekki til því listin var ekkert annað en endurtekning endurtekninga. Dyggi-
legur trúnaður við hefðina fólst í því að hylla það sem áður hafði verið gert
með því að að skapa af því enduróm, bergmál. Sumarið 1904 ferðaðist Hall-
grímur um allt austurland og málaði altaristöflur, málaði sig í sátt við kirkju-
listarhefðina. Þegar Hallgrímur skapaði sinn Onan og Ger hafði hann því
ekki í hyggju að slá á nýja strengi eða uppgötva nýja tóna. Hann vildi útfæra
trúarlegtþema á venjubundinn hátt. Tónninn í bréfum Hallgríms er ólíkur:
Ég hef verið iðinn við það undanfarið að kynna mér tungumál mynd-
listarinnar, en að læra að mála er eins og að læra nýtt tungumál, anda
að sér því sem hefur verið gert svo hægt sé að mála í anda gömlu
meistaranna.9
Að lokinni sumarvinnu við altaristöflur hélt Hallgrímur til sjós. Á ferðum
sínum komst hann í kynni við evrópska samtímalist og eitt af verkunum sem
má hugsa sér að hafi haft áhrif á hann voru hinir grænu Onan og Ger
Cristoforos sem sýndir voru í Fiction Gallery í London 1918, ári áður en
Hallgrímur málaði sína Onan og Ger. Vitað er að á þessum árum sigldi Al-
freð með ensku flutningaskipi að nafni Viola. Samkvæmt útgerðarskýrslum
Orange Dove skipafélagsins sem gerði Violu út frá Hull var skipið í slipp í
Portsmouth í tæpan mánuð á árinu 1918. Er hugsanlegt að Hallgrímur hafi
verið á skipinu, brugðið sér til London og séð sýningu Cristoforos í Fiction
Galleríinu? Það verður aldrei vitað með vissu. En jafnvel þó að svo væri
mætti sjónminni hans kallast með eindæmum gott að geta ári síðar endur-
skapað listaverkið af jafn mikilli nákvæmni og sagt var.
4
Það hefur borist mér til eyrna að þér hafið af lítilmennsku yðar tekið
yður fyrir hendur að stela listaverkum af fólskulegri nákvæmni og
gefa út sem yðar eigin. Yður tilkynnist hér með að ekkert veit undir-
ritaður lágkúrulegra og aumara en þjófnað og öpun og ef þér látið
ekki svo lítið að brenna umræddu verki mínu, sem í þessu tilfelli er af
Onan og Ger, svo og ef fleiri eru, munuð þér svo sannarlega hljóta
verra af.10
120 www.mm.is TMM 1999:2