Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 125

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 125
SKÁLDSKAPUR Á SKÖKKUM STAÐ undarrétt fögnuðu sigri og þótti varnarorð Roll X vera þverstæða: „höfundarrétturinn er skerðing á tjáningarffelsi listamanna“14. X/Coyne/ Fuego gat ekki borgað og sat ár í skuldafangelsi auk þess sem hann var gerður gjaldþrota. Hann ákvað að verja lífi sínu í að berjast gegn höfundarréttinum. Og samtök Fuegos hafa síður en svo runnið út í sandinn. Lærlingur hans að nafni Stephen Glass olli nú nýverið talsverðum usla á Bandaríkjunum með upploginni grein í tímaritið The New Republic.15 Greinin segir ffá 15 ára gömlum tölvuþrjót, Ian Restil, sem brýst inn í gagnagrunn Jukt Micronics, stórs hugbúnaðarfýrirtækis, en hvort tveggja er tilbúningur. Glass var fast- ráðinn hjá The New Republic en svo sannfærður var hann um hugmyndir Fuegos að hann tók áhættuna og var síðan rekinn fýrir uppátækið. í The Washington Post birtist ítarleg yfirlitsgrein um Fuego 22. júlí 1998 þar sem Nigel Holmes kallaði Fuego „hinn algera póstmódernista“. „Hann er sá sem hefur raungert hugmyndir stefnunnar" segir Holmes. 5 Á ákveðnum tímapunkti er einsog samskipti Cristoforos og Hallgríms brjóti niður múrinn sem skilur að skáldskap og veruleika, sama múr sem Fuego hefur að markmiði sínu að brjóta niður: Mig dreymir um að brjóta niður múrinn sem skilur að sannfræði og skáldskap. Hann er fýrir löngu orðinn dragbítur á alla skapandi hugs- un. Ég upplifi mig hvorugum megin við múrinn: ég er ekki skáld að brjóta niður múrinn yfir í veruleikann frá skáldskapnum séð og ég er heldur ekki sagnfræðingur, fræðimaður eða blaðamaður að krafsa í hann glufur til að seilast eftir skáldaleyfi. Ég upplifi mig einsog ég hafi verið múraður inni. Allt hugsandi fólk er múrað inni í veggnum mikla. Líf okkar veltur á því að okkur takist að brjóta hann niður.16 Hallgrímur var ekki múrbrjótur í neinum skilningi. Höfundarrétturinn var honum ekki neinn veggur; hann hagar sér einsog ffjáls maður, flögrar fram og til baka yfir svæðið þar sem múrarnir ættu að standa. Það er einsog hann renni ekki grun í hversvegna Cristoforo hafði reiðst; hann virðist hafa haldið að Cristoforo væri að ásaka sig um að hafa stolið málverkinu í verklegum og veraldlegum skilningi þess orðs. Hann skrifaði Cristoforo: Ég hefi ekki stolið einu eða neinu frá yður og ef þér hyggist standa við fáránlegar fullyrðingar yðar er yður vænst að færa á þær einhverjar sönnur en halda yður saman ella. í mínu heimalandi eru ómenni eins og þér barðir í götuna fýrir mun minni sakir en heilaspuna af þessu tagi.17 TMM 1999:2 www.mm.is 123
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.