Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Blaðsíða 130
JÓN KARL HELGASON
sókn fræðimannsins Ein-
ars Pálssonar á Njálu og
fleiri íslendingasögum".
Alvarlegasti annmarki
bókarinnar er þó, að mati
Sigurðar, sú vanræksla
sem ég sýni Njáls sögu
sjálfri: „Það eru einkum
tveir menn sem öðrum
fremur gnæfa hátt í þess-
Auglýsing úr Morgunblaðinu, maí 19982 aia bðk. Einar Ólafur
Sveinsson og Halldór
Laxness og eiga aðdáun höfundar óskipta. Svo er hún mikil, að sjálf Njála er
svo gott sem leyst upp og hverfur í skuggann.11
Margar athugasemdir Einars Más eru af svipuðu tagi. Hann telur ljóð á
ráði mínu að nefna ekki Drangeyjarsundið á nafn í Hetjunni oghöfundinum,
„þann myndræna atburð, sem var sögulegur á sinn hátt og harla mikilvægur
fyrir hetjuhugmynd aldamótakynslóðarinnar11.4 Þá sé miður að ég leiti ekki
markvissar fanga í blöðum og tímaritum þar sem þær heimildir hefði mátt
nota til að draga upp nákvæmari mynd af ólíkum afbrigðum trúar íslend-
inga á sannleiksgildi fornsagnanna og af þeim deilum sem spruttu af forn-
sagnaútgáfu Halldórs Laxness á árunum 1941 til 1943. Einar Már segir
einnig að ég hefði mátt geta um Sögusinfóníu Jóns Leifs, enda þótt það sé
„vafalaust til of mikils mælst, enn sem komið er, að reynt sé að lesa út úr
henni hvaða viðhorf til fornsagnanna komi þar fram“ (s. 139). Loks telur
hann mikinn skaða að ég taki ekki tillit til þess hlutverks sem forn hirðskáld -
„Einar skálaglamm, Óttar svarti, Gunnlaugur ormstunga, Hallfreður, Sig-
hvatur, o.fl.“ (s. 142) - hafi leikið í færslunni frá hetjunni til höfúndarins, en
ég kem betur að því efni hér síðar.
Einar Már kann að meta þann fræðilega áhuga sem ég sýni síðari tíma við-
horfum íslendinga til fornsagnanna. Það viðfangsefni þykir honum raunar
„með hinum merkustu í sögu Islands á þessari öld og hinni síðustu" (s. 135).
Að þessu leyti hafa þeir Sigurður gjörólíkar hugmyndir um þá bók sem ég
hefði getað skrifað í stað Hetjunnar og höfundarins. Sigurður kallar eftir
hefðbundnara fræðiriti á sviði Njálurannsókna, ef til vill í ætt við bók hans
sjálfs, Sköpun Njálssögu (1989), þar sem leitinni að höfundi Njálu var fram
haldið. Einar Már kallar, hins vegar, eftir ítarlegri og almennari rannsókn á
viðtökum fornsagnanna og sér fyrir sér „400 bls. ritgerð, byggðfa] upp á
strangan hátt utan um ákveðnar grundvallarhugmyndir og með kerfisbund-
inni rannsókn á þeim sviðum sem röðuðust í kringum þær“ (s. 136).
128 www.mm.is TMM 1999:2
Njáluarmband hannað af
Karli Guðmundssyni frá Þinganesi
Veróum á bás nr. 20 meö gull- og silfurmuni.
íslensk hönnun og smíði frá 1924.
Sjáumst!
(~>t ! <:■ > siirursmiðjör) [_ vna hf.
Skipholtl 3, simi 552 0775