Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 144

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Side 144
RITDÓMAR hennar undur ljóðrænn og lúmskt fynd- inn. Hún er líkú skemmtileg og spenn- andi. Spennan er vel undirbyggð með fyrirboðum og upplýsandi kaflaheitum í gömlum stíl: „Blíðfinnur gerir óvænta uppgötvun í könnunarfluginu og verður skelfing hræddur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum“ segir til dæmis við 11. kafla. Höfundur er óragur við að ganga fram á ystu nöf, stilla saman táknmynd- um af helvíti og himnaríki sem Blíðfinn- ur þarf að ganga í gegnum, en gætir þess þó að yfirgefa aldrei hlustanda sinn. Við og við koma fyrir atriði sem eru sérstaklega fyrir fullorðna. Til dæmis heitir hnífurinn góði sem Blíðfinnur á Rostffeyr. Á mynd af honum kemur í ljós að stafsetningin í textanum er ekki alveg rétt; á hnífsblaðinu stendur þýska orðið „Rostfrei", ryðfrír! Aftanmálsgreinarnar við bókina höfða hins vegar bæði til barna og fullorðinna sem skemmtilegt sambland af gamni og alvöru. En hver er Blíðfinnur og á heimur hans sér raunverulegan stað eða er þetta „bara“ ævintýri? Blíðfinnur tengist augljóslega bernsk- unni. Þegar barnið vinur hans er orðið nokkurra ára gamalt hættir það skyndi- lega að sjá hann. Heimkynni Blíðfinns gæti verið land bernskunnar sem ýmsir hafa ort og skrifað um og sem við höfúm öll byggt einu sinni þó að við höfum því miður gleymt flestum kennileitum. Ef til vill er Blíðfinnur þá holdgerv- ingur bernsku þessa eina barns og bíður þess þegar það verður aftur barn sem gamall rnaður í bókarlok. Þá má skilja draum Blíðfinns í upphafi bókar sem fæðingu barnsins „hans“ og boðskap allrar sögunnar þann að sá maður sé týndur sem glatar sambandinu við bernskuna. Snilldarbragð Þorvalds er þá að láta ekki manninn leita bernskunnar heldur bernskuna leita mannsins; per- sónugera hugtak sem verður lesanda, ungum jafnt sem gömlum, ótrúlega ná- komið og hjartfólgið. Einnig er hægt að hugsa sér að Þor- valdur sé hér að lýsa mannsævinni frá sérkennilegu sjónarhorni. Við fæðumst og eigum áhyggjulausa bernsku, síðan koma fullorðinsárin sem eru endalaus villugjörn leit að þessari horfnu hamingju (blíð -finnur!). Þá er land- svæðið sem Blíðfinnur reikar um öll þessi ár eftir heimskortinu góða sem myndskreytari bókarinnar Guðjón Ketilsson hefur teiknað á saurblöð hennar land í okkar landi - eins og nokk- urs konar álfabyggð innan um manna- byggð. Þá má hugsa sér að Smælkið sem allt í einu kemur inn í líf Blíðfinns og barnsins sé tryggur bernskuvinur; kló- bítarnir séu hin eilífu hrekkjusvín sem enginn veit hvar stinga upp kolli næst; gúbbarnir sem bjarga Blíðfinni frá bráð- um bana séu kátir félagar, til dæmis á ffamhaldsskólaárunum; til þess bendir líka Merla, unga stúlkan hjá gúbbunum sem verður fýrsta ást Blíðfinns. Nornirn- ar á Yllifjalli séu hins vegar til dæmis þeir sem bjóða ungu fólki lokkandi en ban- væn vímuefni. Sérlega fyndnir verða í þessari túlkun akademónarnir sem leitast við að sjúga orku úr þeim sem hætta sér inn í Háska- hellinn þeirra. Þarna hygg ég að tali mað- ur sem kaus aðrar leiðir í lífinu en háskólanám! Persóna Hlunksins er líka dæmi um að við eigum að varast þá sem allt þykjast vita. Gegnum alla þessa leit fylgir bernskan okkur eins og verndarkraftur, og persóna Drullumalla segir lesandanum hverju við megum ekki missa sjónar á. Einnig verndargripirnir: lopaleistarnir í yfir- stærð, grjónagrautslummuuppskriftin, glerlausa stækkunarglerið, varhneturnar og Bókin. Ef við varðveitum fjársjóði bernskunnar og vanmetum þá ekki komumst við á leiðarenda. 142 www.mm.is TMM 1999:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.