Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 146

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Page 146
RITDÓMAR sín einan, heldur eins og andardrátt alls skógarins. Sjálfs lífsins." (91) Þrátt fyrir þrotlausa leit, missi ástarinnar og ástvin- ar, „finnur hann þessa sannfæringu sem enginn skilur en öllu máli skiptir; að allt hafi haft einhvern raunverulegan til- gang.“ (108) Verðum við ekki líka að trúa því? Silja Aðalsteinsdóttir Að eiga sér markmið Auður Ólafsdóttir: Upphœkkuð jörð. Mál og menn- ing 1998,139 bls. Eyja táknar einangrun. íbúar í einangr- un eru neyddir til ákveðins sjálfstæðis og sjálfstæði þýðir að maður fari eigin leiðir. Ágústína er þessu marki brennd. Að auki er hún þannig búin til líkamans að hún fellur ekki í hópinn. Líkaminn sker hana úr og hegðun hennar er líka til þess fallin að auka einangrun hennar. Fötlun Ágústínu markar henni bás í lífinu á skóglausu eyjunni sem hún elst upp á. Hún er með óvirka fætur og ferðast um á hækjum. Að vonum finnst henni það há sér nokkuð en velmeinandi fólk í um- hverfi hennar reynir að koma henni í skilning um að ekki sé endilega til bóta að geta hlaupið - sumir þeirrar náttúru hafi þá áráttu að hlaupa frá öllum hlut- um. Ágústínu sé hins vegar nauðugur einn kostur að takast á við þá ögrun sem fótabúnaðurinn býður henni. Saga Ágústínu er sögð í 3. persónu og mestmegnis utan frá. Fyrir vikið verður hún lesanda ekki sérlega nákomin, þótt honum sé vissulega boðið að fylgjast með ferðum hennar. Hann fær að guða á gluggann en hann er skellóttur. Ágústína er einfari og finnst best að vera ein ofan í íjöru eða ein uppi í turnherberginu sínu eða ein uppi í rabbarbaragarði. Rabbar- barinn er sérlegur vinur hennar og rabb- arbaragarðurinn vin. Hún fantaserar um að verða þar til - eins og hún varð þar til í skammvinnu ástarsambandi foreldra sinna. Rabbarbarinn vex hærra í hlíðinni en hann ætti að geta gert og er ákjósan- legur áfangastaður þegar hún leggur á brattann í leit sinni að fullkomnun, og að vissu leyti að upphafinu. I rabbarbaran- um finnur hún skjól. Eyjan hennar er áveðrasöm og af- skekkt og á henni er 844 metra hátt fjall sem hinir fótfráu hafa næsta lítinn áhuga á. Ágústína hefur hins vegar valið að leggja þetta fjall, Fjallið eina, undir fætur sér - að fótum sínum. Þessi löngun hennar til að klífa hið ókleifa er þunga- miðja lífs hennar. Þessi löngun hennar til að takast á við hið ómögulega er þunga- miðja bókarinnar og má yfirfæra á hvern þann sem ekki lætur sig fljóta sofandi að feigðarósi. Löngunin til að gefast ekki upp heldur sigrast á sjálfum sér og vinna með vanefni sín er efni bókarinnar. Ágústína er hæfileikaríkur og skap- andi unglingur, dálítið eins og mamma hennar sem hefur íyrir löngu valið að fara brott. Sú er vísindamaður í íjarlæg- um löndum og heldur sambandi með bréfaskriftum. Ágústína heldur heimili með Nínu sem gæti verið móðursystir hennar. Nína er umburðarlynd kona sem fer ógjarnan úr jafnvægi. Hún sýnir sér- lyndi Ágústínu fullan skilning, hvetur hana til dáða og er stöðugt til staðar fyrir hana Guði sé lof að þú kannt að greina úr lífinu það sem máli skiptir, barn, skilja kjarnann frá hisminu. Maður á ekki að eyða lífinu í að hlusta á fólk sem hefur ekkert fram að færa,“ (bls. 24) segir Nína við Ágústínu. Engu að síður stendur hún líka á þröskuldinum og á ekki greiðari aðgang en lesandinn að Ágústínu. Ágústína á sinn eigin heim sem rúmar ekki margt annað fólk. „Hún man geysi- lega langt aftur. Það nægir að líkaminn strjúkist við eitthvað blautt og slímugt og hann man mynd, jafnvel brot úr setningu. 144 www.mm.is TMM 1999:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.