Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Qupperneq 150

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1999, Qupperneq 150
RITDÓMAR ósannaðar sakir og fjórum árum síðar kom Jón Hreggviðsson til landsins með hæstaréttarstefnu í morðmáli sínu. Ekk- ert var gert í málinu og hann bjó nú óá- reittur í námunda við Sigurð sem sjálfur hafði dæmt hann til dauða. Gekk sá orðrómur að samist hefði um að Jón birti ekki stefnuna og fengi að vera í friði“ (bls. 215-216). Hvaðamorðmál og hvers konar hæstaréttarstefha? Lesand- inn er litlu nær. Þegar næst er minnst á þetta mál (bls. 257-258), eru sömu upplýsingar endurteknar með litlum viðbótum en með tilvísun aftur á bak: „Þetta var eitt af þeim málum sem erind- rekarnir hreyfðu árið 1704 (sjá bls. 216) og Árni ítrekaði í bréfi til konungs vorið 1706“. Eftir þetta er sagt frá framvindu málsins í smábútum innan um önnur umsvif Árna, þannig að erfitt er að fá ein- hverja heildarsýn yfir það, og frásögnin af endalokum málsins er vægast sagt snubbótt (bls. 307): „Fyrsta áhyggjuefni Árna í Kaupmannahöfn vorið 1713 var málflutningur fýrir hæstarétti vegna Jóns Hreggviðssonar. Niðurstaðan var þeim Páli Vídalín mjög í óhag. Með dómi 15. maí fékk Sigurður Björnsson uppreisn æru“. Þannigveltur Jón Hregg- viðsson út af sviðinu, líkt og hann hafði birst, og segir ekki af örlögum hans eftir það, hvorki lokadóminum né öðru. Hefði hann þó átt betra skilið, og þeir Árni báðir. Það er einnig mjög til lýta, þegar smá- smyglin verður þess valdandi að hlutföll- in fara að brenglast, smáatriði flæða yfir síður en stórviðburðir falla í skuggann. Þannig er meira rúmi varið í að rekja fjármál og annað umstang af því tagi í heimilishaldi Árna og Mettu en segja frá brunanum mikla í Kaupmannahöfh 1728: hann er afgreiddur stuttaralega á jafngildi tveggja lesmálssíðna. Hér skýtur heldur en ekki skökku við. Sam- kvæmt öllum venjulegum rökum sögu- ritunar hefði frásögnin af þeim örlaga- ríka atburði átt að vera einn af hápunktum verksins, enda vill svo til að af honum eru til ítarlegar skýrslur sjón- arvotta, m.a. manna sem stóðu allnærri Árna sjálfum: í Hítardalsannál er þannig að finna frásögn effir Finn Jónsson bisk- up, sem var á þessum tíma við nám í Kaupmannahöfn, og eftirmaður Árna í háskólanum, sjálfur Ludvig Holberg, fjallar um brunann í sjálfsæfisögu sinni sem hann ritaði á latínu, svo ekki sé minnst á lýsingu Jóns Ólafssonar úr Grunnavík á brunanum og björgun handritanna. Það ætti því ekki að vera hörgull á efniviði fýrir sagnfræðing. Þarna hefði höfundur þurft að lyfta nefinu dálítið upp úr seðlasafninu, a.m.k. svo að hann gæti skoðað ævi Árna úr meiri fjarlægð og fengið þá víðari yfirsýn sem hentaði efhinu. En nú er spurningin, hvort hann hefði ekki í raun- inni átt að lyfta sér enn hærra. Á bls. 55 eru skyndilega mættir á sviðinu „Scali- ger, Casaubon, Salmasius, Gronovius, Spanheim, Schurtzfleisch og Selden“, höfundar bóka í eigu Bartholins, en þeir gera þar stuttan stans, því aðeins einn þeirra er nefhdur á öðrum stað í æfisög- unni. Ekki er nema von þótt lesandinn velti því fyrir sér hvaða heiðursmenn þetta séu, svo og hvað Jean Mabillon hafi unnið sér til ágætis til að vera kallaður „vinsælasti fræðimaður Evrópu“ eða hvað átt sé við með „rómaðri afhjúpun Lorenzo Valla á gjafabréfi Konstantínus- ar keisara“ (á sömu bls.). Við þessu fást hvergi svör. Þetta er annað hvort of eða van: annað hvort hefði höfundur átt að skýra nánar frá þessum mönnum, eða þá sleppa þulunni með öllu. Hans var að velja. Sjálfur er ég ekki í neinum vafa um það hvor kosturinn hefði verið æskilegri. Árni Magnússon var einstakur maður í sögu íslands, en í sögu Vesturlanda var 148 www.mm.is TMM 1999:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.