Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Side 18
UNNUR KARLSDÓTTIR mikið á sviði lista, stjórnmála eða vísinda. Óhjákvæmilega þurfti konu inn í myndina. Rétta konan til að vera móðir komandi kynslóða væri þá dóttir slíks manns gift álíka mannvitsbrekku og faðir hennar væri. Hún hefði að sjálfsögðu þá einu köllun að eiga fjölda barna til að skila góðgenum ættar- innar margfalt til komandi kynslóða. Þegar fyrirmyndarmaðurinn færi í konuleit bar honum að hugsa fyrst og síðast um ábyrgð sína gagnvart ætt- meið framtíðarinnar. í stað þess að falla fyrir fegurð konu eða efnahag átti hann að huga að því hvort hún ætti efnilega frændur í föður- og móðurætt, þar eð það væru arfberar ættarinnar sem kynfrumurnar geymdu er tengdust og gætu sér afkvæmi, en ekki maðurinn og konan. Þau væru aðeins umbúðir utan um arfberana. Hér á landi nefhdust hinir góðkynja m. a. gáfu- og dugn- aðarmenn, þjóðnytjamenn, föðurlandsvinir og fyrirhyggjumenn.. ’’'kt fólk kom, samkvæmt forskrift inni, úr hinum heilbrigðu og duglegu millist Jttum og bændastétt. Þetta var hinn betri hluti mannkyns. En svo kom áhyggjuefn- ið, þ.e. þeir úrkynjuðu. Þeir er hreinsa þyrfti úr stofni manna. Það var hinn spilltari og lakari hluti þjóðar sem bjó í fátækrahverfum borganna og hlóð niður börnum sem læknavísindin og góðgerðarstarfsemi bjargaði frá því að deyja í æ meira mæli, að mati arfbótamanna. Úrkynja fólki fjölgaði því úr hófi fram og ógnaði heilbrigði þjóðarlíkamans með sínum illkynja arfber- um, boðuðu þeir. Á íslenskri tungu kallaðist slíkt fólk m.a. ónytjungar, aum- ingjar, glæpamenn, saurlífismenn, skækjur, flökkumenn, ofdrykkjumenn, flogaveikir, geðveikir, fáráðlingar og öreigalýður. Hina réttu yfirsýn yfir þennan illgresisgarð höfðu síðan mannræktarsinnar, velgjörðamenn mann- kyns og jarðyrkjumenn komandi kynslóða, eins og þeir voru nefndir í ís- lenskum skrifum í byrjun aldarinnar. Víkjum þá í stuttu máli að viðhorfum mannræktarmanna til erfðafræð- innar. Hér er stiklað á stóru. Markmiðið er ekki að fjalla um einstakar hug- myndir í sögulegu samhengi heldur gefa fólki kost á að hlusta eftir því hvort og hvernig þær kallast á við umræðu samtímans um erfðavísindi. Það er einkum bandarísk saga sem er heimildin af þeirri einföldu staðreynd að ís- lensk arfbótastefna og erfðafræðin áttu ekki samleið í tíma hér á landi. Þetta ætti þó ekki að koma að sök varðandi efnið því bandarísk viðhorf hafa sjald- an verið okkur íslendingum mjög framandi. í árdaga arfbótastefnu voru erfðafræðirannsóknir á byrjunarstigi og enn lítið vitað hvernig erfðir mannsins gengu nákvæmlega fýrir sig, hvað þá hvort eða hvernig eiginleikar eða sjúkdómar erfðust. Það sló arfbótasinna þó ekki út af laginu. Það nægði þeim að gefa sér að einhvern veginn erfðust eig- inleikar. Augljósustu sönnunina fýrir því sögðu þeir liggja í skiptingu manna í sjúka og heilbrigða, gáfumenn og greindarskerta, ríka og fátæka. Þeir gengu 16 www.mm.is TMM 1999:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.