Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 60
SVAVA JAKOBSDÓTTIR Vasa sandur né sær né svalar unnir, segir í þriðja erindi Völuspár. Hér er einungis sagt frá því sem var ekki til. Skáld, sem hlýðir á þetta eða geymir Völuspá í minni í því skyni að yrkja eftir henni áttar sig á því að völv- an segir ekkert um land. Það er ekki sjálfgefið að land sé ekki til, en það er augljóslega ekki eyja, það er ekkert haf umhverfis það, það eru því engin skil- yrði til þess að líf kvikni og enginn efniviður til að skapa menn úr leir; hér vantar bæði sjávarströnd og hafstrauma; það er ekki fyrr en á næsta skeiði sem dvergar búa til mannlíkön úr leir og Borssynir finna tvö tré á landi. Vegna samsvörunar milli heima getur þetta átt við lifandi tré eða tré sem hefur rekið á land líkt og öndvegissúlurnar síðar. Óðinn, Hænir og Lóðurr gefa þeim önd og líf, vit og hræring, ásjónu, mál og heyrn og sjón, klæði og nöfn. Hér er kannski hin fyrsta persónugerving náttúrunnar. Frásagnaraðferð völvunnar - að lýsa því sem var ekki, - er sameiginlegt einkenni á lýsingum forkristinna paradísarhugmynda sem taldar eru indó- evrópskur arfur.5 Þessum rithætti er beitt í frásögn af Ódáinsakri eða lifandi manna landi. Spyrja má hvort hugmynd um ódáinsland liggi að baki lýsingu völvunnar; þar var gnægð gulls, segir hún, er hún lýsir gullöldinni: „var þeim vettergis vant úr gulli“. Og það er sérstaklega tekið ff am að sól og máni voru saman í upphafi, þau eru ekki aðskilin á sérbrautum. í 5. erindi Völuspár er Sól nefnd sinni mána, en sinni merkir hvort tveggja, félagi og hugur. Því má skilja að þá var ekki dagur og ekki nótt, engin árstíðaskipti, enginn sjór og því engar svalar unnir. Þá var enginn tími, engin elli og umfram allt enginn dauði. Hér virðist mér lýst forparadísartilveru á gullöld, sem er hliðstæða para- dísar í Eden. Þrá eftir slíkri gullöld gnægðar þar sem ekkert skorti gat verið hliðstæða eilífðarþrárinnar sem er svo sterk í rómantískum skáldskap nítj- ándu aldar. Síðan segir völvan frá eigin endurminningum: Níu man ek heima, níu íviðjur, mjötvið mæran fyr mold neðan“ segir hún. Frásögn ann- arra, þ.e.a.s. lærdómurinn og endurminningar eru grundvöllur viskunnar sem hún miðlar. Veraldarsagan hefst við aðskilnað sólar og mána. „Nú mun hún sökkvast“, segir völvan í lok Völuspár. Frásögn hennar bendir til þess að hún flétti saman þremur söguþráðum. „Ár vas alda“ getur bókstaflega verið lýsing á Nóaflóðinu; saman við fléttist frásögn af falli Jarðar þegar eining hnattanna splundrast. í hvoru tilvikinu sem er, er afleiðingin sú, að hin horfna paradís stendur upp úr hafinu sem eyja en sú var trú miðaldamanna. Til indó-evrópskrar hefðar rekjum við þá trú að skáldskaparmiðinum hafi verið rænt og eiðrof framið. Rán Óðins er því jafngildi syndafalls og Sól, máni og jörð fara skildar leiðir. Hjá Platóni er hnöttunum varpað út í himin- geiminn. Á þennan hátt fléttar völvan þremur sögum saman eins og Jónas Hall- 58 www.mm.is TMM 1999:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.